Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun síðar í dag krefjast þess að gæsluvarðhald yfir karlmanninum sem grunaður er um kynferðisbrot gegn að minnsta kosti einu barni, í starfi sínu á Leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, verði framlengt.
Þetta kemur fram í tilkynningu. Vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum á að renna út í dag. Segir í tilkynningunni að rannsókn málsins miði vel og verið sé að skoða aðrar ábendingar sem lögreglunni hafi borist. Segir enn fremur að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.