fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 08:25

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er gagnrýninn í kjölfar fréttar sem birtist á vef mbl.is í gær.

Þar var sagt frá því að tilboði Sparra ehf., sem er 29 ára gamalt byggingarfyrirtæki á Suðurnesjum, í verk á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ, hafi verið hafnað þrátt fyrir að um lægsta boð hafi verið að ræða.

Í fréttinni kom fram að ástæðan fyrir þessu hafi verið sú að boðinn verkefnastjóri hafi ekki verið með tilskilda háskólamenntun. Viðkomandi er samt sem áður með áratuga reynslu af byggingastjórnun.

Kærunefnd útboðsmála hefur nú hafnað kröfum Sparra ehf. um að fella úr gildi ákvörðun Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna um að taka öðru tilboði.

„Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag,” sagði Sigmundur Davíð í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann deildi umræddri frétt. Hann útskýrði orð sín ekki nánar en margir lögðu orð í belg undir færslu Sigmundar og tóku undir með honum eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Í gær

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð