fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. júlí 2025 17:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum sjómönnum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Einhamar Seafood í Grindavík var sagt upp um síðustu mánaðamót. Skýringin er sögð skipulagsbreytingar og hækkun veiðigjalda eru sögð hluti af ástæðunni. RÚV greinir frá.

Sjómenn hjá fyrirtækinu eru alls 20 og sem fyrr segir var þeim öllum sagt upp. „Manni verður alltaf illt í hjartanu þegar sjómönnum er sagt upp. Þetta tekur alltaf á mann,“ segir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, í viðtali við RÚV.

Einar hefur eftir forstjóra og eiganda Einhamas, Stefáni Kristjánssyni, að skipulagsbreytingar valdi þessar ákvörðun og hækkun veiðigjalda spili inn í. Einar segir þetta vera fyrirslátt og telur að það vaki fyrir Stefáni að fara inn í svokallaða 14 tíma reglu en hún felur í sér að ekki þurfi vélstjóra um borð. Verið sé að breyta launakjörum úr hálfum hlut í einn, sem spari fyrirtækinu yfir 50 milljónir króna á ári.

„Ef hann fer yfir fjórtán tímana er þetta ólögleg skráning um borð í bátnum,“ segir Einar og bætir við að þungt hljóð sé í félagsmönnum. Vill hann  meina að túrarnir sé ávallt lengri en 14 tímar.

RÚV náði ekki sambandi við eiganda Einhamars við vinnslu fréttarinnar sem lesa má hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Í gær

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“