fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

Brynja Dan birtir myndir af meintum þjófum – „Þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 21:43

Brynja Dan Gunnarsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynja Dan Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ og eigandi Extraloppunnar í Smáralind, hefur birt myndir á samfélagsmiðlum af tveimur karlmönnum inni í versluninni.

Annars vegar birtir hún myndirnar í Instagram Story og skrifar: „Þarf að finna þessa menn ASAP. Því miður gerir lögregla lítið og ég hef ekki ekki tíma í 3ja mánaða pappírsvinnu. Allar upplýsingar vel þegnar, en ef einhver getur komið mér í samband við þá 100% eru fundarlaun í boði. P.s. Þeir stálu engum vörum.“

Í Facebookhópnum „Þjófar á Íslandi“ birtir hún sömu myndir og þennan texta: „Þarf að finna þessa 2 ASAP. Ef þið hafið upplýsingar má endilega hafa samband við mig. Ef einhver getur bent mér 100% á þá og ég finn þá eru fundarlaun í boði.“

Stálu miklu reiðufé á starfsmannasvæði

„Þeir stálu af mér peningum. Þeir fóru inn á starfsmannasvæði og stálu peningum sem voru geymdir þar í læstum skáp,“ segir Brynja í viðtali við DV um málið. Aðspurð hvað þetta hafi verið mikið reiðufé segir hún að það skipti hundruðum þúsunda.

„Mér skilst að þeir hafi verið að niðri í miðbæ í gær og lögreglan sé að vinna í því,“ segir Brynja en bætir við að hún hafi ekki tíma til að bíða eftir því að komast í skýrslutöku hjá lögreglu. Sú aðferð að myndbirta þjófa sé mun áhrifaríkari. „Þetta er það eina sem virkar. Það hefur áður verið stolið frá mér, en ekki peningum, og það hefur ekki oft verið stolið úr versluninni. En ég hef áður beitt þessari aðferð. Fólk er hrætt við að pósta myndum út af persónuverndarlögum en þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir. Þannig að ef þeir ætla að kæra mig þá vil ég alveg komast í samband við þá þannig.“

Tekur niður myndirnar ef þeir skila peningunum

„Ég hef vissulega gert þetta áður og þá vilja þessir menn ekki hafa myndir af sér á netinu, þá geta þeir t.d. ekki mætt til vinnu daginn eftir. Þeim finnst þetta óþægilegt og þá koma þeir bara og skila því sem stolið var með því skilyrði að ég taki niður myndirnar. Það er alveg sjálfsagt ef þeir skila peningunum.“

Brynja bætir við að hún sé nýbúin að setja upp mjög öflugt myndeftirlitskerfi í versluninni, „sem getur fylgt eftir hverju andliti sem kemur inn.“

Hún vonast til að myndirnar berist fyrir sjónir mannanna og er vongóð um að það leiði til þess að þeir skili fénu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefna á að reisa stöð fyrir þrjár milljónir tonna af koltvísýringi í Ölfusi

Stefna á að reisa stöð fyrir þrjár milljónir tonna af koltvísýringi í Ölfusi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá