Tónleikar á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar voru stöðvaðir á níunda tímanum í kvöld og gestum sagt að yfirgefa eitt af tjaldið á svæðinu. Segja tónleikagestir að tónlistarmaðurinn Aron Can hafi hnigið niður í miðjum flutningi. Gæslumenn hafi hlúð að honum þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang.
Vísir.is greindi frá.
Staðfest er að sjúkrabíll var sendur á svæðið en útkall barst fyrir kl. 20:30.
Mbl.is greinir frá því að Aron Can sé heill á húfi. Kemur þetta fram í færslu hans á Instagram, þar sem segir: „Heill á húfi. Takk fyrir öll skilaboðin.“