fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Borgin setur fram kröfur í málinu en ætlar ekki að fylgja þeim eftir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. júní 2025 15:30

Mynd/Eyþór. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húseigendur í vesturbæ Reykjavíkur hafi kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun byggingarfulltrúa borgarinnar að grípa ekki til þvingunarúrræða gegn eigendum hússins við hliðina en þeir settu upp girðingu á lóðamörkum húsanna án samþykkis kærendanna. Hefur byggingarfulltrúinn samt sem áður krafist þess að girðingin verði fjarlægð en ekki virðist standa til að fylgja kröfunum eftir með neinum hætti.

Kæran var tekin fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála á eftir að úrskurða í málinu.

Í kæru hinna ósáttu húseigenda kemur fram að borgin hafi veitt nágrönnum þeirra frest til að leggja fram skriflegt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, þ.e.a.s. kærendanna, og það hafi ekki verið gert. Ljóst sé því að girðingin hafi verið reist í óleyfi og í kærunni er vísað til ákvæða byggingarreglugerðar um að gera skuli eigendum mannvirkis sem ekki sé gengið frá samkvæmt lögum að bæta úr því sem áfátt sé. Krefjast hinir ósáttu eigendur þess, með vísan til þessara ákvæða, að Reykjavíkurborg beiti nágranna þeirra þvingunarúrræðum vegna girðingarinnar.

Kemur fram í kærunni að húseigendurnir telji að frágangi og umhverfi fasteignar og lóðar nágranna þeirra sé verulega ábótavant og að synjun byggingarfulltrúans á kröfu þeirra um að grípa til aðgerða sé byggð á röngu og þröngu mati á almannahættu.

Almannahætta

Í greinargerð Reykjavíkurborgar er gangur málsins rakin. Eigendurnir ósáttu tilkynntu um girðinguna í júlí á síðasta ári. Starfsmenn borgarinnar fóru á staðinn í september til að kanna aðstæður en reyndist það erfitt að skoða girðinguna vegna gróðurs. Báðu þeir þá kærendurna að senda myndir af girðingunni.

Í október 2024 sendi síðan borgin bréf til nágrannanna sem reistu girðinguna. Kemur fram í bréfinu að um sé að ræða 230 sentímetra háan vegg sem hafi verið reistur í trássi við lög. Var þess krafist að sótt yrði um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa ef girðingin ætti að vera hærri en 180 sentímetrar og að lagt yrði fram samþykki eigenda aðliggjandi lóðar, kærendanna.

Ekkert virðist síðan hafa gerst í málinu fyrr en í mars á þessu ári þegar starfsmenn borgarinnar fóru aftur á vettvang til að skoða girðinguna og taka myndir.

Í apríl var síðan sent annað bréf til þeirra sem reistu girðinguna og þeim gert að leggja fram skriflegt samþykki kærendanna innan 14 daga en að öðrum kosti fjarlægja girðinguna. Var veittur andmælaréttur en í bréfinu var einnig tekið fram að engum þvingunarúrræðum yrði beitt í málinu.

Engin skylda

Í greinargerð borgarinnar er vísað til þess að samkvæmt lögum sé byggingarfulltrúa ekki skylt að grípa til þvingunarúrræða og beiting þeirra sé því háð mati hans hverju sinni en hann hafi kost á bregðast við ef gengið sé gegn almanna- og öryggishagsmunum.

Segir í greinargerðinni að girðingin varði enga aðra en umrædda eigendur þessara tveggja húsa. Eftir skoðun á vettvangi hafi niðurstaðan verið sú að girðingin ógnaði ekki öryggis- og almannahagsmunum. Á þeim grundvelli hafi byggingarfulltrúinn ákveðið að grípa ekki til þvingunaraðgerða. Ákvörðunin sé studd málefnalegum rökum og kærunni beri því að hafna.

Hversu mikið hald er í því að setja fram kröfur um að girðingin verði fjarlægð en gera ekkert til að fylgja því eftir er hins vegar ekkert fjallað um í greinargerð borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi