fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. maí 2025 10:00

Einn miðillinn sagðist hafa séð sýnir af Jóni Þresti gröfnum í garðinum Santry Demense. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska lögreglan (gardaí) studdist við ábendingar frá tveimur miðlum þegar hún hóf leit að Jóni Þresti Jónssyni í síðasta mánuði. Eftir að hlaðvarp um hvarf Jóns Þrastar hófst hefur lögreglan fengið töluvert af ábendingum frá almenningi.

Dagblaðið The Irish Times greinir frá þessu.

Jón Þröstur hvarf í Dublin, höfuðborg Írlands, árið 2019. Hann hafði þá nýlega tekið þátt í pókermóti þar í borg en skilaði sér ekki aftur á hótelið.

Hreyfing á málinu

Fyrir skemmstu var greint frá því að írska lögreglan hefði staðið fyrir skipulagðri leit í garðinum Santry Demense í apríl. Ástæðan var að það bárust tvö nafnlaus bréf um að Jón Þröstur væri grafinn í garðinum. Áður hefur verið leitað í garðinum, það er í febrúar árið 2024.

Einnig var nýlega greint frá því að samstarf væri hafið á milli írsku, íslensku lögreglunnar og Europol um leitina. Meðal annars var fundað um málið í Haag í Hollandi og fulltrúar írsku lögreglunnar eru væntanlegir til Íslands á næstu vikum með lista af fólki sem hún vill ná tali af vegna málsins.

Santry Demense og Collins Avenue

Nú kemur í ljós að ein ábendingin um að Jón Þröstur sé grafinn í Santry Demense sé komin frá sjáanda. Sagði miðillinn lögreglunni að hann væri grafinn á svæði sem þegar væri búið að leita á. Fór lögregla á staðinn með leitarhunda til að skanna svæðið á nýjan leik.

Sjá einnig:

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Annar miðill sagði lögreglunni að hann hefði fengið sýnir af Jóni Þresti að verða fyrir líkamlegu áfalli nálægt sveitabæ við götu sem kallast Collins Avenue. Hafi hún séð hann andast þar. Lögreglan fylgdi þessari ábendingu einnig eftir og fór af stað með leitarhunda á viðkomandi stað.

Einnig var leitað á tveimur öðrum stöðum í Dublin vegna annarra ástæðna. Engin af þessum aðgerðum skilaði neinum vísbendingum um hvar Jón Þröstur gæti verið.

Elta alltaf ábendingar miðla

Að sögn Irish Times er ekki óalgengt í Írlandi að miðlar bjóðist til þess að aðstoða lögreglu við leit að týndu fólki. Í nokkur skipti á 20 árum hafa verið sagðar fréttir af því að miðlar hafi komið með ábendingar um staði fyrir lögregluna að leita á. Hins vegar er ekki mikið af fréttum af því að þessar ábendingar hafi skilað árangri.

Að sögn talsmanns írsku lögreglunnar er mikilvægt að fylgja öllum ábendingum eftir þegar um er að ræða leit af horfnum einstakling. Það komi til að mynda upp að fólk segist hafa séð „sýnir“ en hugsanlega sé það fólk að reyna að koma ábendingum til lögreglu án þess að upp komist um ástæðu þess að viðkomandi „miðill“ hafi téðar upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Í gær

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“