fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

17 ára piltur fær 8 ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 15:25

Bryndís Klara Birgisdóttir. Mynd: Facebook-síða Lindakirkju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sautján ára piltur var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps á Menningarnótt í Reykjavík 24. ágúst 2024. 

Pilturinn var 16 ára þegar hann framdi árásina og var hann ákærður í nóvember í fyrra fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Hann var viðstaddur dómsuppkvaðninguna.

Pilturinn veittist með hnífi að þremur ungmennum sem sátu í bifreið við Skúlagötu. Bryndís Klara Birgisdóttir, 17 ára, lést af sárum sínum viku eftir árásina. Önnur stúlka og drengur hlutu töluverða áverka í árásinni. 

Sjá einnig: Ákæra birt gegn piltinum sem banaði Bryndísi Klöru

Héraðssaksóknari krafðist þess að drengurinn yrði dæmdur til refsingar fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps og lét dómara um að ákveða lengd fangelsisvistar.

Þinghald í málinu var lokað vegna ungs aldurs brotaþola og hins ákærða. 

Dómurinn var kveðinn upp kl. 15 í dag og hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólanna. Samkvæmt almennum hegningarlögum er hámarksrefsing við brotinu sem um ræðir átta ára fangelsi hafi gerandi verið undir 18 ára aldri þegar brot var framið.

Uppfært: Í dómnum sem birtur var síðar í dag kemur fram í kafla dómara um refsiákvörðun að samkvæmt 211. gr. almennra hegningarlaga er lágmarksrefsing fyrir manndráp fimm ára fangelsi. Refsirammi fyrir tilraun er hinn sami og fyrir fullframið brot, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Þá er óheimilt samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga að dæma mann sem ekki er fullra 18 ára á verknaðarstundu til þyngri refsingar en átta ára fangelsis. Að öllu framangreindu virtu sem og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í átta ár. Til frádráttar refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 25. ágúst 2024. Með vísan til þess er fram kom í vitnisburðum matsmanna og matsgerð þeirra er brýnt að ákærði fái og nýti sér þá geðheilbrigðisþjónustu sem honum er nauðsynleg meðan á afplánun stendur.

Réðist með hnífi á fyrrum kærustu sína og vini hennar

Drengurinn réðst á ungmenni sem sátu í bíl við Skúlagötu, fimm ungmenni voru í bílnum, en tvo þeirra hlutu ekki áverka. Drengurinn braut hliðarrúðu og stakk ítrekað pilt sem þar sat í bílnum með hnífi. Stakk hann piltinn í öxl og brjóstkassa.

Ungmennin náðu að forða sér úr bílnum, nema stúlka sem sat í aftursætinu Réðst gerandinn næst á hana og stakk hana ítrekað, en þolandinn var fyrrverandi kærasta gerandans. Stakk hann stúlkuna í öxl, handlegg og hendi.

Bryndís Klara sneri aftur að bílnum og reyndi að stöðva árás drengsins á stúlkuna sem sat í bílnum, en þá réðist hann á Bryndísi Klöru. Stakk hann hana í eitt skipti í holhönd og náði stungan í gegnum hjartað og inn að lifur.

Kröfur um 55 milljóna miskabætur

Foreldrar Bryndísar Klöru fóru hvort um sig fram á sautján milljónir króna í miskabætur.

Stúlkan og drengurinn sem gerandinn réðst á kröfðust átta milljóna í miskabætur hvort.

Þá var krafist fimm milljóna króna í miskabætur til handa piltinum sem sat undir stýri á bílnum. Þá var krafist sex milljóna til handa stúlku sem var í bifreiðinni.

Samtals námu kröfur um miskabætur 55 milljónum króna.

Uppfært: Í dómnum kemur fram að gerandi var dæmdur til að greiða foreldrum Bryndísar Klöru 3,5 milljóna hvoru fyrir sig, kröfu þeirra um þjáningabætur var hafnað.

Einnig var hann dæmdur til að greiða stúlkunni og drengnum 2,5 milljónir hvoru fyrir sig, piltinum sem sat undir stýri 500 þúsund krónur, sem og stúlkunni sem var í bifreiðinni 500 þúsund krónur. Samtals var ákærða gert að greiða 13 milljónir í miskabætur

Honum var einnig gert að greiða 1,4 milljónir vegna málskostnaðar til foreldra Bryndísar Klöru, málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 9.374.400 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola D, 2.511.000 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola B, 2.444.040 krónur og allan sakarkostnað málsins  7.722.350 krónur, eða samtals 23.451.790 kr.

Í ítarlegri fréttaskýringu Kompás í febrúar kom fram að pilturinn og foreldrar hans hefði reynt að hylma yfir verknaðinn og koma sönnunargögnum undan.

Sjá einnig: „Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

Gerandinn var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir árásina, ásamt forráðamönnum hans, eins og kom fram í Kompás og frétt á Vísi í kjölfarið. Þau voru grunuð um að hafa komið sönnunargögnum undan og hylmt yfir glæpinn. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim, settu föt hans í þvottavél og komu hnífnum undan. Hnífurinn fannst í bakpoka í aftursæti í bíl forráðamanns hans. Þau lugu einnig í yfirheyrslum hjá lögreglu. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við gerandann.

„Ég skil þetta en samt ekki. Ég hefði ekki brugðist svona við. Mér finnst þetta svolítið eins og öfug umhyggja,“ segir faðir Bryndísar Klöru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu