fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Reif í eyra lögreglumanns svo mar hlaust af – Dreginn fyrir dóm

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litháískur karlmaður á fimmtugsaldri þarf að mæta fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur þann 13. mars næstkomandi vegna brots gegn valdstjórninni. Að kvöldi laugardagsins 2. desember 2023 á maðurinn að hafa ráðist gegn lögreglumanni við skyldustörf, þá staddur í lögreglubifreið á bílastæði við Landspítalann í Fossvogi.

Á hann að hafa gripið um hægra eyra lögreglumannsins og rifið í eyrað með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar af. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en hámarksrefsing við broti mannsins er sex ára fangelsi.

Ákæra og fyrirkall á hendur manninum var birt í Lögbirtingablaðinu núna í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”