fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Blaðamaður Mannlífs kvartaði nafnlaust undan Stefáni Einari – En svo var nafnið gefið upp

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd er að skoða mál sem snýr að kvörtun ónefnds blaðamanns Mannlífs varðandi meint hagsmunatengsl Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, til Fjölmiðlanefndar. Kvörtunin var vegna umfjöllunar Stefáns Einars um ferðalag sitt til Champagne-héraðs í Frakklandi í september 2023 en ósagt var látið að greinarhöfundur átti þá og rak fyrirtæki, Kampavínsfjelagið og co.  sem flutti inn og seldi kampavín, sem sum hver voru til umfjöllunar í greininni. Rétt er að geta þess að Stefán Einar seldi fyrirtækið á dögunum.

Taldi kvartandinn að umfjöllunin bryti í bága við fjölmiðlalög um dulin viðskiptaboð fyrir áfengi. Fjölmiðlanefnd bauð blaðamanninum að vera undir nafnleynd en eftir kröfu Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, sem studd var lagarökum, taldi nefndin sér skylt að gefa nafn kvartandans upp. Var það gert síðan þrátt fyrir mótmæli blaðamannsins sem sagði það hafa fælingaráhrif á kvartanir til framtíðar.

Málið er rakið í frétt á vef Mannlífs en þar kemur fram að viðkomandi hafi leitað til umboðsmanns Alþingis vegna málsins en álit hans hafi verið á þá leið að Fjölmiðlanefnd hafi mátt afhenda nafn hans til Árvakurs.

Þaðan fór kvartandinn til Persónuverndar og sendi kvörtun þangað fyrir fjórum mánuðum síðan. Hefur Persónuvernd krafið Fjölmiðlanefnd svara við nokkrum spurningum sem skulu berast eigi síðar en 10. febrúar næstkomandi.

Varðandi kvörtunina almennt var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að umfjöllun Stefáns Einars bæri ekki að öllu leyti merki þess að vera dulin viðskiptaboð í skilningi laga um fjölmiðla og viðskiptaboð fyrir áfengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð