fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 16:30

Utanríkisráðuneytið er til húsa að Reykjastræti 8 í Reykjavík. Mynd/Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur sem býr erlendis lýsir ráðaleysi á samfélagsmiðlum og óskar eftir ráðum um hvað sé best fyrir hann að taka til bragðs. Segist viðkomandi hafa orðið fyrir fjártjóni vegna rangra ráðlegginga sendiráðs Íslands og vilji sendiráðið ekkert gera til að bæta fyrir tjónið.

Segir Íslendingurinn að hinar röngu leiðbeiningar sendiráðsins hafi kostað hann nokkur hundruð þúsund krónur. Hann segist hafa lent í leiðinlegu atviki í landinu sem hann býr í og fengið ráðgjöf frá því íslenska sendiráði sem hafi fyrirsvar gagnvart Íslandi í því landi. Ráðgjöf sendiráðsins hafi hins vegar verið alröng og valdið áðurnefndu tjóni. Starfsfólk sendiráðsins vilji þó ekkert gera til að bæta fyrir tjónið. Óskar viðkomandi eftir ráðleggingum um hvað sé best að gera.

Í athugasemdum er viðkomandi bent á að upplýsingarnar sem hann veiti séu svo takmarkaðar að það sé lítið hægt að segja hvernig best sé að bregðast við, hvort það borgi sig til að mynda að leita til lögfræðings í þeim tilgangi að freista þess að fá tjónið bætt.

Einn aðili vill meina að það sé ekki mögulegt að fá miskabætur frá sendiráði Íslands.

Málshefjandi er tregur til að veita nánari upplýsingar en bætir því við í athugasemd að málið snúist um að sendiráðið hafi vísað sér á rangan stað til að fara með tiltekin skjöl á. Í einni athugasemd er málshefjanda bent á að leita til umboðsmanns Alþingis en geri hann það er ljóst að tíma tekur fyrir embættið að taka afstöðu til málsins og það getur aðeins veitt álit en ekki fyrirskipað sendiráðinu að bæta tjónið, séu lagalegar forsendur fyrir hendi til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“