fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fréttir

Veltir fyrir sér hvernig er hugsað um eldra fólk hér á landi eftir svefnlausar nætur á Landspítalanum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er talað um að það þyrfti að byggja nýtt fang­elsi með mikl­um til­kostnaði. Ég varð aðeins hugsi. Hvernig er okk­ar skatt­pen­ing­um varið og hver er for­gangs­röðin?“

Þessari spurningu varpar Úrsúla Jünemann, kennari á eftirlaunum, fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Úrsúla dregur ekki fjöður yfir það að búa þurfi vel að afbrotamönnum ef þeir eigi að feta rétta braut eftir afplánun en í þjóðfélaginu séu aðrir hópar sem ekki þarf síður að sinna.

Hún rifjar upp að nýlega hafi hún þurft að leggjast inn á Landspítalann vegna smá aðgerðar og dvaldi hún þar í viku.

„Þar deildi ég her­bergi með aldraðri konu með heila­bil­un. Hún veinaði og kallaði stans­laust og lítið var um svefn. Hjúkr­un­ar­kon­urn­ar sinntu henni með alúð og þol­in­mæði og ég dáðist að þeim. Svona sjúk­ling­ar taka mik­inn tíma frá starfs­fólk­inu sem er alltaf á hlaup­um og ger­ir sitt besta. Þar sem ég varð fljót­lega sjálf­bjarga fannst mér mig ekki skorta neitt. En þetta er auðvitað slæmt ástand. Eft­ir aðra svefn­lausa nótt fékk ég að skipta um her­bergi. En hróp og köll frá ves­al­ings kon­unni heyrðust um alla deild­ina,“ segir Úrsúla í grein sinni.

Hún segir að það sé ekki spurning að svona einstaklingur þurfi að fá sérúrræði og þjónustu. En málið sé að bið eftir plássi á hjúkrunarheimili er löng.

„Gömlu og ósjálf­bjarga fólki sem á eng­an að er gert að dvelja áfram á spít­ala. Það er auðvitað slæmt mál og veld­ur pláss­leysi fyr­ir aðra sem þurfa að kom­ast að í meðferð.“

Úrsúla veltir því fyrir sér hvernig hugsað er um eldra fólk í okkar þjóðfélagi og bætir við að auðvitað þurfi margir í þeim hópi aukna heilbrigðisþjónustu. Spyr hún hvort þeir eigi það ekki inni eftir að hafa unnið og búið í haginn fyrir komandi kynslóðir í áratugi.

„Það er ólíðandi að þessi hóp­ur sé sí­fellt sett­ur aft­ast í for­gangs­röðina. Það er klár­lega meira áríðandi að byggja fleiri hjúkr­un­ar­heim­ili en glæ­nýtt lúx­us­fang­elsi þó að þar dvelji upp til hópa ung­ir og frísk­ir menn. Menn sem gætu seinna meir orðið að þjóðfé­lagsþegn­um sem gagn er að. Við skuld­um gamla fólk­inu hins veg­ar að það geti lifað á síðasta ævi­skeiði sínu með reisn og vellíðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pútín á tvo syni sem hann felur fyrir umheiminum – Þetta er vitað um þá

Pútín á tvo syni sem hann felur fyrir umheiminum – Þetta er vitað um þá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump var skotmark í annarri skotárás

Trump var skotmark í annarri skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir frá skelfilegum aðstæðum starfsmanns Elvars

Sólveig Anna segir frá skelfilegum aðstæðum starfsmanns Elvars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigusali fór ekki eftir leigusamningi

Leigusali fór ekki eftir leigusamningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magga Frikka og lögmaður hennar krefjast þess að dómari víki sæti

Magga Frikka og lögmaður hennar krefjast þess að dómari víki sæti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran er á leiðinni og Ásta þarf loksins að svara til saka – Sat heilt sumar í gæsluvarðhaldi

Ákæran er á leiðinni og Ásta þarf loksins að svara til saka – Sat heilt sumar í gæsluvarðhaldi