fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Forsetaframbjóðandi viðurkennir sök sína í frægu fréttamáli – Kom hræi bjarnarhúns fyrir í Central Park

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. ágúst 2024 07:00

Robert F. Kennedy Jr. er í óháðu framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óháði forsetaframbjóðandinn, Robert Kennedy Jr., hefur viðurkennt að bera ábyrgð á furðulegu máli sem vakti gríðarlega athygli í Bandaríkjunum fyrir áratug eða árið 2014. Fréttamiðilar fylltust þá af fréttum af hræi bjarnarhúns sem fannst í Central Park á Manhattaneyju og skildi enginn upp né niður í því hvernig dýrið endaði í garðinum fræga.

Eins og áður segir hefur Kennedy nú viðurkennt að hafa borið ábyrgð á málinu en það gerði hann í viðtali í hlaðvarpsþætti leikkonunnar Roseanne Barr. Segist hann hafa verið að keyra í uppsveitum New York-fylkis þegar hann keyrði fram á hræ bjarnarhúnsins sem að hafi orðið fyrir bíl. Hann hafi ákveðið að henda því í skottið á trukknum sínum því að dýrið var í góðu ásigkomulagi og hann hafi ásælst skinn þess.

Hann hafi síðan haldið aftur til New York-borgar í matarboð hjá vinum sínum. Skyndilega hafi þó komið upp áríðandi mál og hann þurft að hendast út á flugvöll. Þá hafi blasað við að hann gat ekki komist heim til sín með hræið. Hann hafi þá í gríni ákveðið með vinum sínum að koma hræinu fyrir í almenningsgarðinum fræga og tekið með sér gamalt hjól til að láta það líta út fyrir að bjarndýrið hefði lent í árekstri við hjólið.

Kennedy og vinum hans hafði hins vegar dauðbrugðið þegar að málið varð að risastóru fréttamáli um gjörvöll Bandaríkin. Segir frambjóðandinn, sem þá var sextugur að aldri, að hann hafi orðið stressaður því fingraför hans voru á vettvangi. Blessunarlega fyrir hann hafi þó fréttamálið dáið út eftir nokkrar vikur en þá höfðu rannsakendur úrskurðað að bjarndýrið hefði orðið fyrir bíl einhversstaðar annarsstaðar en í Central Park.

Ástæðan fyrir því að Kennedy viðurkennir hlutdeild sína á málinu nú er að fréttamiðillinn New Yorker undirbýr umfangsmikla úttekt á Kennedy og náðu einhvern veginn að grafa bjarnarhúnsmálið upp. „Það verður mjög slæm frétt,“ segir Kennedy í viðtalinu, fullviss um að hann muni ekki koma vel út úr þeirri umfjöllun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök