fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Japanir biðja Dani að framselja Watson – Snúin pólitísk ákvörðun

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 11:30

Watson segir að ef hann verði sendur til Japan komi hann aldrei til baka. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japönsk stjórnvöld hafa farið fram á að hvalafriðunarsinninn Paul Watson verði framseldur. Watson er í gæsluvarðhaldi í Grænlandi.

AFP greinir frá því í dag að dómsmálaráðuneyti Danmerkur hafi tilkynnt um framsalsbeiðnina.

„Dómsmálaráðuneytið fékk formlega beiðni frá japönskum yfirvöldum í gær um að Paul Watson verði framseldur,“ segir í fréttinni. Að sögn ráðuneytisins verður beiðninni vísað til grænlensku lögreglunnar nema að ráðuneytið finni ástæðu til þess að hafna beiðninni.

Verði beiðnin send til grænlensku lögreglunnar mun hún rannsaka hvort það sé grundvöllur fyrir framsali, meðal annars út frá þeim reglum sem gilda um framsal frá Grænlandi.

Lokaákvörðunin um hvort að Watson verði framseldur er hjá danska dómsmálaráðherranum Peter Hummelgaard.

Sjá einnig:

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson sér ekki eftir neinu – Gæti átt 15 ára fangelsisvist yfir höfði sér

Líklegt þykir að málið gæti reynst dönskum stjórnvöldum erfitt. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur beitt sér í málinu og þrýst á dönsk stjórnvöld að sleppa Watson, sem er búsettur í Frakklandi. Einnig tugir franskra þingmanna og Evrópuþingmanna.

Hvalveiðar eru einungis löglegar í þremur ríkjum, Íslandi, Noregi og Japan, og eru afar óvinsælar. Þrátt fyrir að handtaka Watson þann 21. júlí, vegna meintrar árásar á hvalveiðiskip árið 2010, og framsalsbeiðni Japana séu byggð á lögum gæti reynst snúið fyrir Dani að samþykkja hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Horfði á sjónvarpsþátt undir stýri

Horfði á sjónvarpsþátt undir stýri
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólagjöfin þín gæti verið skattur – Hvað ber að varast í fyrirtækjagjöfum?

Jólagjöfin þín gæti verið skattur – Hvað ber að varast í fyrirtækjagjöfum?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“
Fréttir
Í gær

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“