fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 12:30

Netverjar segjast hafa séð hið gljáða góðgæti í Costco í Garðabæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar víða um heim, meðal annars á Íslandi, hafa sagst hafa séð að Krispy Kreme kleinuhringir séu nú til sölu í stórversluninni Costco. Krispy Kreme kleinuhringir voru seldir hér um nokkurra ára skeið í sérstökum verslunum.

Netverjar á Reddit greina frá því að hafa séð hina gljáðu kleinuhringi selda í stórum pakningum, fimmtán saman í boxi. Kleinuhringina er svo hægt að hita upp í ofni.

Hafa slíkar pakningar af kleinuhringjum sést í verslunum Costco í Bandaríkjunum, Kanada og á Íslandi. En Costco er starfrækt á mörgum öðrum stöðum í heiminum.

Í frétt Men´Journal um málið kemur fram að Costco hafi gefið út neina tilkynningu um kleinuhringina og ekki svarað spurningum um málið.

Krisy Kreme verslanir voru starfræktar á Íslandi árin 2016 til 2019. Greint var frá því að 18 þúsund kleinuhringir hafi verið seldir fyrsta daginn í versluninni í Smáralind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“