fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Segir þetta benda til þess að Dagur sé ekki ofarlega á blaði hjá Kristrúnu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins í dag segir að ýmislegt bendi til þess að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, sé ekki ofarlega á blaði hjá Kristrúnu Frostadóttur, formanni flokksins.

Kristrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem húsnæðismálin komu meðal annars til umræðu og sagði Kristrún það koma vel til greina að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu.  Sagði Kristrún það hreint út að ekki hafi verið haldið almennilega á þessum málum.

„Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu,“ sagði Kristrún.

Viðtalið vakti athygli staksteinahöfundar sem gerir það að umtalsefni í Morgunblaðinu í dag. Bent er á það að samkvæmt skoðanakönnunum sé fylgi Samfylkingarinnar hátt í 30% sem gæti þýtt 18-20 þingsæti og fram undan sé endurnýjun á þingflokknum.

„Sumir hafa í því samhengi minnst á Dag B. Eggertsson, fv. borgarstjóra, sem vel geti hugsað sér að fara yfir í landsmálin. Aðrir munu meira efins; árangur hans í kosningum sé misjafn, hann geti orðið of fyrirferðarmikill og svo geti fjárhagskröggur borgarinnar, lóðaúthlutanir og fleira reynst honum og flokknum fótakefli,“ segir staksteinahöfundur sem vísar svo í umrætt viðtal við Kristrúnu í gær.

„Því vakti athygli að í morgunþætti Bylgjunnar í gær ræddi Kristrún húsnæðiskreppuna í Reykjavík og lá ekkert á þeirri skoðun að borgin hefði brugðist. Hún nefndi Dag ekki á nafn en talaði gegn stefnu hans, þétting dygði ekki, byggja þyrfti ný hverfi: „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. […] Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum.“ Það bendir ekki til þess að Dagur sé ofarlega á blaði Kristrúnar fyrir „nýju Samfylkinguna“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“