fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 13:30

Gunter spókar sig um í kúrekafötum í hrjúfu landslaginu. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslandsvinurinn“ Jeff Gunter leggur mikið upp á ímynd sína í kosningaherferð í prófkjöri Repúblíkana í Nevada fylki. Í auglýsingum má sjá hann klæðast kúrekafötum sem fólki sem til hans þekkir þykir algjör brandari.

Gunter, sem er húðlæknir að mennt, var skipaður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í forsetatíð Donald Trump. Líklega hefur sendiherratíð aldrei verið skrautlegri en Gunters, sem hleypti öllu í bál og brand, bæði gagnvart eigin starfsfólki og Íslendingum. Eftir hans tíð var gerð úttekt á störfum hans og kolsvartri skýrslu skilað.

Gunter er nú að etja kappi við Sam Brown um að verða frambjóðandi Repúblíkanaflokksins fyrir komandi kosningar um öldunardeildarþingsæti í Nevada.

113 þúsund í Boot Barn

Í einni auglýsingunni má sjá Gunter stíga upp í Ford F-150 pallbíl í kúrekastígvélum og kúrekaskyrtu starandi yfir hrjúft landslag hins villta vesturs. Á beltissylgjunni hans stendur „Nevada.“

Netmiðillinn The Daily Beast fjallar um þessa nýju og fölsku ásýnd Jeff Gunter í grein sem birtist í dag. Kemur þar fram að í opinberum tölum sjáist að Gunter hafi nýtt tæplega 800 dollara, eða tæplega 113 þúsund krónur, í versluninni Boot Barn. En það er fataverslun sem selur kúrekaklæðnað, svo sem stígvél, hatta, skyrtur og fleira.

Meðal annars sést að Boot Barn selur skyrtu eins og Gunter klæðist á 29,99 dollara og Nevada beltissylgjur á 45 dollara.

Í svörum við fyrirspurnum The Daily Beast viðurkenna forsvarsmenn framboðsins að fötin hefðu verið keypt í Boot Barn fyrir auglýsingaherferðina.

Falskúreki

Gunter er ekki frá Nevada heldur Kaliforníu. Ekki nóg með það þá er hann enn þá skráður sem demókrati í því fylki. Gunter á vissulega fasteign í Nevada en hann heldur heimili í Kaliforníu og starfar þar.

„Jeff Gunter er Kaliforníudemókrati sem notar kosningafé í verslun í Kaliforníu til að klæða sig upp sem Nevada kúreka. Það er ekki hægt að skálda þetta,“ sagði einn heimildarmaður miðilsins innan Repúblíkanaflokksins. „Jeff Gunter er falskúreki.“

Prófkjör Repúblíkana í Nevada er að verða það ljótasta í landinu og óvægin ummæli ganga á milli. Þá reyna bæði Gunter og Brown að smjaðra eins og þeir geta fyrir Donald Trump til þess að hljóta stuðning hans. Trump hefur ekki lýst yfir stuðningi við neinn í baráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Í gær

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki