fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Eldri hjón kæra ákvörðun lögreglustjóra um að hætta rannsókn húsbrotsins í Eystra Fíflholti

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 12:30

Eystra Fíflholt í Landeyjum. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Þorsteinn Markússon og Þóra Gissurardóttir hafa kært ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurlandi að fella niður rannsókn húsbrotsmáls á bænum Eystra Fíflholti í Landeyjum. Lögreglustjóri hafði áður neitað að rannsaka málið.

Hjónin voru með ótímabundinn leigusamning að húsnæðinu við fólkið sem keypti jörðina af þeim en honum var einhliða rift, skipt um lása og búslóðin flutt út á meðan hjónin voru í fríi í Vestmannaeyjum.

20 milljóna skuldabréf rótin að deilunni

DV fjallaði um málið í lok febrúar. Þorsteinn og Þóra kærðu leigusalana Friðrik Svein Björnsson og Sunnu Björk Guðmundsdóttur fyrir húsbrot eftir að samningnum var einhliða rift og skipt var um lása. Hafa þau haldið til í öðru húsnæði sem þau eiga á Hellu en vita ekki hvar búslóðin þeirra er niðurkomin.

Þorsteinn og Þóra, sem eru komin á aldur, ráku áður stórt kúabú í Eystra Fíflholti en Friðrik og Sunna, sem áður unnu hjá hjónunum, tóku við rekstrinum og breyttu honum. Rótina að deilunni má rekja til ákvæðis kaupsamningsins um að greiða af 20 milljón króna veðskuldabréfi.

Sjá einnig:

Eldri hjón kærðu húsbrot eftir að leigusali tæmdi húsið – „Við vorum eins og ein fjölskylda“

Gekk málið svo langt að rafmagnið var tekið af húsinu og hestakerra sett fyrir dyrnar.

Lögreglustjórinn á Suðurlandi vildi ekki taka upp málið sem var kært í ágúst árið 2022 og sagði það einkaréttarmál. En eftir að Þorsteinn og Þóra kærðu málið til Ríkissaksóknara var lögreglustjóra skipað að rannsaka það í febrúar árið 2023. Rannsóknin tók mjög langan tíma og ýtt var á eftir henni.

Í gær, þann 9. apríl, felldi Lögreglustjóri rannsóknina niður.

Lögreglustjóri aðhefst ekki

Lögmaður Þorsteins og Þóru hefur strax kært niðurfellinguna niður fyrir þeirra hönd til Ríkissaksóknara.

„Eins og rakið er í erindi kærenda til ríkissaksóknara dags 29. nóvember 2022, og virðist raunar tekið undir í ákvörðun ríkissaksóknara dags 28. febrúar 2023, telja kærendur ljóst að sú aðgerð þegar kærðu skiptu um lyklaskrár í íbúðarhúsi því sem kærendur höfðu til leigu, og fjarlægðu búslóð kærenda úr því, hafi falið í sér hreint og klárt húsbrot í skilningi 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,“ segir í kærunni. „Dómaframkvæmd styðji að eini gildi hvort sem sakborningur er leigusali og brotaþoli leigutaki eða ekki. Sú aðgerð að fara heimildarlaust inn í hús sem annar hefur forræði yfir feli í sér húsbrot.“

Í ljósi þess að lyklaskrárskiptin sé óumdeild telji kærendur það sæta furðu hversu lengi málið hafi dregist í meðförum lögreglustjórans. Mánuðum saman hafi ekkert verið aðhafst í málinu.

„Meðferð málsins hefur hins vegar dregist áfram, svo mánuðum skiptir, með þeirri niðurstöðu að rannsókn skuli felld niður, þrátt fyrir að atvik liggi skýrt fyrir og að ríkissaksóknari hafi þegar lýst því yfir að hann telji háttsemi kærðu geta varðað við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,“ segir í kærunni. Er þess krafist að Ríkissaksóknari felli ákvörðun lögreglustjóra niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt