fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fréttir

Skora á samningsaðila að keyra fyrirtæki ekki í þrot – „Ekki virðist vera neinn skilningur á alvarleika málsins“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2024 17:30

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver sem er getur séð það neyðarástand sem ríkir í greininni, jafnt gömul sem ný fyrirtæki eru að þrotum komin. Launaliðurinn er því miður löngu kominn að þolmörkum og orðin það fyrirferðarmikill að enginn innistæða er fyrir ferkari hækkunum fyrir greinina. Enda finnast ekki viðlíka álagsgreiðslur og á Íslandi. Hvergi,“

segir Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.

Í pistli sem hann skrifar á Vísi birtir hann ákall fjölmargra fyrirtækja á veitingamarkaði til Samtaka atvinnulífsins, Breiðfylkingarinnar, VR og ríkissáttasemjara. Segir hann að „þær rekstraraðstæður sem þið keppist við að semja um á veitingamarkaði eru ekkert annað en ósjálfbærar fyrir fyrirtækin sem starfa á veitingamarkaði.“

Segir Aðalgeir SVEIT ítrekað hafa varað við þeirri þróun „sem hefur nú leitt af sér þá stöðu sem við erum komin í en í fyrra fóru fleiri fyrirtæki á hausinn en síðastliðin áratug. Þá búa fyrirtækin við rekstrarumhverfi þar sem:

 • 50% starfsmanna eru með undir 1 árs starfsreynslu. 
 • 80% störf í greininni eru hlutastörf. 
 • 70% launagreiðslna eru greidd með álagi. 
 • Frá 2016 hafa laun hækkað um 63% , mest allra atvinnugreina 
 • Hagnaðarhlutfall fyrir skatta og gjöld árið 2022 var aðeins 5,4%. 
 • 48% fyrirtækja eru 5 ára eða yngri. 

Slíkt umhverfi kallar á sérsniðna samninga líkt og önnur lönd gera enda engin önnur grein sem lútir sömu lögmálum. Það yrði seint sagt að flugmenn ættu að vera með sömu samninga og verslunarfólk en af einhverjum ástæðum sjá hvorki SA eða verkalýðsfélögin ástæðu til að gera sérsamninga sem taka mið af starfsumhverfinu heldur keyra áfram hækkanir þar sem engin innistæða er fyrir,“ segir Aðalgeir.

„Brotið og ósamkeppnishæft rekstaraumhverfi skapar ósjálfbæra atvinnugrein. Það virðist ekki skipta verkalýðshreyfinguna nokkru einasta máli að kafsigla fyrirtækjunum sem skjólstæðingar þeirra vinna hjá. Ekki virðist vera neinn skilningur á alvarleika málsins. Allt bendir til áframhaldandi launahækkana sem mun einfaldlega skila samdrætti í framboði, enn fleiri gjaldþrotum auk þess að skapa kjör aðstæður fyrir ólöglega atvinnustarfsemi.“

 

Aðalgeir var gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni miðjan janúar.

Sjá einnig: Neyðarástand á veitingamarkaði – mætum skilningi en þurfum eitthvað áþreifanlegt, segir framkvæmdastjóri SVEIT

 

Rúmlega 1000 fyrirtæki á veitingamarkaði 

 

Á veitingamarkaði starfa rúmlega 1000 fyrirtæki, lang flest lítil og meðalstór og hjá þeim starfa rúmlega 10.000 starfsmenn að sögn Aðalgeirs. „Þetta er mikilvæg atvinnugrein fyrir fagfólkið okkar sem er í fremsta flokki, sem gerir skólafólki kleift að ná sér í tekjur með námi, heldur uppi mikilvægri menningu til að draga hingað ferðamenn ásamt því að gera okkur Íslendingum kleift að gera okkur glaðan dag.

 

Undirrituð fyrirtæki skora á samningaðila að horfa raunverulega á þá innistæðu sem greinin á og gera kjarasamninga sem stuðla að því að koma á samkeppnishæfu rekstrarog starfsumhverfi en ekki skapa starfsumhverfi sem keyrir veitingarekstur í þrot.

 

 • 2Guys
 • American Bar
 • Amma don
 • Apótek
 • Askur
 • Bastard
 • Bautinn
 • Bergnótt
 • BK Kjúklingur
 • Blackbox
 • Bodega Reykjavík
 • Bragðlaukar
 • Brand Vín & Grill
 • Brass Kitchen & Bar
 • Brasserie Kársnes
 • Brewdog Reykjavík
 • Brikk brauð og eldhús
 • Bryggjufélagið
 • Craft Burger Kitchen
 • D8 veitingar
 • Danska kráin
 • Deig
 • Dillon
 • Dragon Dim Sum
 • Duck & Rose
 • Einsi Kaldi
 • Enski barinn
 • Finnsson Bistro
 • Fiskfélagið
 • Fiskmarkaðurinn
 • Fjallkonan
 • Fjöruborðið
 • Flatbakan
 • Flatey
 • Fönix
 • Forréttabarinn
 • Frederiksen Ale House
 • Friðriksgáfa
 • Gaming Arena
 • Gamla bíó
 • Gamli Baukur
 • Gamli Gaukurinn
 • GJ Veitingar
 • GOTT restaurant
 • Greifinn
 • Grillmarkaðurinn
 • Hamborgarabúlla Tómasar
 • Hipstur
 • Hlöllabátar
 • Hús Máls og menningar
 • Húsavík Öl
 • Hygge
 • Icelandic street food
 • Irishman pub
 • Íslenski barinn
 • Kaffi krús
 • Kaffi Laugalækur
 • Kaffibarinn
 • Kaldi bar
 • Kastrup
 • Kex
 • Kiki -queer bar
 • Kol Restaurant
 • Kringlukráin
 • Kröst
 • La Barceloneta
 • Langbest
 • Laundromat Café
 • Le KocK
 • Lebowski bar
 • Local
 • Lux veitingar
 • Mandi
 • Matarkjallarinn
 • Matbar
 • Mathús Garðabæjar
 • Matur og drykkur
 • Menam
 • Monkeys
 • Múlaberg bistro & bar
 • Næs
 • Nauthóll
 • Nings
 • OTO
 • ÓX restaurant
 • Pablo Discobar
 • Petersen svítan
 • Pizzan
 • Plantan Kaffihús
 • Preppbarinn
 • Prikið
 • Public House
 • Punk
 • Ráðagerði
 • Rauða Ljónið
 • Riverside restaurant
 • ROK
 • Romano Pasta
 • Röstí Burger & Beer
 • Rub 23
 • Sælkerabúðin
 • Sæta Svínið
 • Serrano
 • Session Craft Bar
 • Sigló Veitingar
 • Sjávargrillið
 • Sjávarpakkhúsið
 • Skál
 • Skúli Craft Bar
 • Slippurinn
 • Sólon
 • Spretturinn
 • Steikhúsið
 • Subway
 • Sumac
 • Sushi Corner
 • Sushi Social
 • Takkó
 • Tapas barinn
 • Tasty
 • The Gastro Truck
 • Tipsý
 • Torgið restaurant
 • Tres locos
 • Tryggvaskáli
 • Valhalla Restaurant
 • Veður
 • Veitingahúsið Suður-Vík
 • Verbúðin 66
 • Yuzu
 • Pizza 107
 • Samúelsson Matbar
 • Fröken Selfoss
 • Groovís
 • Veisluþjónusta Suðurlands
 • Ramen Momo
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína