fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Nýfætt barn fannst látið á flugvelli árið 2005 – Nú hefur aðili verið handtekinn vegna málsins

Pressan
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 10:30

Paul Cuoco/Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. október árið 2005 fannst stúlkubarn látið í ruslatunnu inni á salerni Phoenix Sky Harbor International-flugvallarins í Arizona í Bandaríkjunum.

Stúlkan var enn með naflastrenginn fastan á sér og þá var búið að vefja hana inn í handklæði og setja í poka merktan Marriott-hótelinu. Hlaut stúlkan viðurnefnið Baby Skylar.

Það var svo í gær að yfirvöld tilkynntu að þau hefðu handtekið móður barnsins, hina 51 árs gömlu Annie Anderson, sem búsett er í Washington-ríki. Á hún yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp.

Lögregla notaði DNA-tæknina til að finna móðurina. Báru sérfræðingar lögreglu DNA úr barninu saman við DNA sem var í gagnagrunni lögreglu og þannig tókst þeim að þrengja hringinn uns móðirin fannst.

Krufning leiddi í ljós að stúlkan var við góða heilsu þegar hún fæddist. Benti allt til þess að þrengt hefði verið að öndunarvegi stúlkunnar eftir fæðingu með þeim afleiðingum að hún lést.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Annie hafi játað að vera móðir stúlkunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“