fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Netglæpamenn földu slóð sína á Íslandi – Vildu helminginn fyrir fram

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 2. febrúar 2024 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netsíða sem notuð var til að svíkja peninga út úr neytendum í Bandaríkjunum var hýst á Íslandi. Netverslunin var sögð vera staðsett í borginni Omaha í Nebraska fylki en var ekki til.

Það er stofnunin Better Business Bureau, BBB, sem varar við þessu. En hún fylgist með viðskiptaháttum fyrirtækja í Bandaríkjunum og Kanada.

Síðan sem um ræðir hét Goodway Equipment Center. Þegar DV fór á stúfana að athuga hana var búið að taka hana úr loftinu, sennilega vegna þess að það komst upp um svikalómana.

Á síðunni voru boðin til sölu ýmis tæki og tól á grunsamlega lágum verðum. En hængurinn var sá að fólk þurfti að borga helminginn fyrir fram.

Í tilkynningu BBB kemur fram að þessi „verslun“ var skráð til heimilis að 13919 Cornhusker Road í borginni Omaha. Það heimilisfang er hins vegar ekki til. Vefsíðan hafi verið skráð á Íslandi.

Þá kemur einnig fram að svikahrapparnir hafi notað ýmis önnur heiti en Goodway. Svo sem MBT Business Vehicles, MBT Silver Depot og fleiri.

Ísland orðið skálkaskjól

Þetta mál bætist við langan lista af málum þar sem ólöglegar eða vafasamar vefsíður hafa verið hýstar á Íslandi eða að íslensk tæknifyrirtæki gera glæpamönnum kleift að fela slóð sína með því að nota íslensk heimilisföng.

Þekktasta dæmið er þegar vefsíða hryðjuverkasamtakanna ISIS var hýst hjá íslenska fyrirtækinu Orange Website.

Þá hefur fyrirtækið Witheld For Privacy á Kalkofnsvegi boðið fólki að nota sínar upplýsingar í staðinn fyrir raunverulegar upplýsingar. Sem sagt veitt fólki skálkaskjól.

Witheld For Privacy er í samstarfi við bandarískt fyrirtæki að nafni NameCheap. Eftir smá könnun DV sést að síða svikalómana í Goodway Equipment Center var skráð hjá NameCheap.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“