fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Heita vatnið loksins byrjað að streyma aftur á Suðurnesjum – Það sem íbúar þurfa að gæta að

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 10:37

Mynd/HS Orka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið er verið að hleypa heitu vatni á ný inn í hús á Suðurnesjum. Í nýrri tilkynningu á vef HS Veitna segir að þess vegna þurfi íbúar að huga að ýmsu.

Gott sé að viðskiptavinir hafi hitastilla lágt stillta og hækki ekki hitann fyrr en ofnar eða gólfhitakerfi byrji að hitna, og hækki síðan hitastilla í rólegheitunum í nokkrum þrepum. Miðstöðvarkerfi fasteigna geti hafa orðið fyrir frostskemmdum í heitavatnsleysinu og séu viðskiptavinir beðnir að fylgjast vel með inntaksrými og öðrum lögnum, nú þegar heitu vatni er hleypt á að nýju.

Ef heitt vatn skili sér í vaskinn þá sé komið heitt vatn inn á kerfið og sé þá gott að yfirfara hvort leki kunni að vera við inntaksrými eða í grind.

Verði viðskiptavinur varir við leka, eða viti nú þegar af frostskemmdum í lögnum, sé mikilvægt að loka fyrir aðalinntakið við hitaveitugrindina og tilkynna það til þjónustuvers HS Veitna í síma 422-5200 eða á netfangið hsveitur@hsveitur.is.

Píparasveit Almannavarna og starfsfólk HS Veitna muni aðstoða viðskiptavini eftir bestu getu í dag og næstu daga. HS Veitur beri ábyrgð á lögnum að mæli og muni sjá um viðgerð á þeim, en lagnir fyrir innan mæli séu eign og á ábyrgð húseigenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum