fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Sonur poppdívunnar Cyndi Lauper handtekinn aftur – Nú með hólk

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 22:30

Cyndi með einkasyni sínum, rapparanum Declyn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declyn Lauper, sonur bandarísku poppsöngkonunnar Cyndi Lauper, var handtekinn í New York borg fyrir að vera með hlaðna byssu. Þetta er í annað skiptið sem pilturinn er handtekinn.

Það er miðillinn New York Daily News sem greinir frá þessu.

Declyn er 26 ára gamall og er einkabarn Cyndi, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við „Girls Just Wann Have Fun“ og ballöðunni „True Colors“. Faðir hans er leikarinn David Thornton, sem lék meðal annars í þáttunum Law & Order.

Hann var handtekinn eftir að 24 ára gamall maður var skotinn í Harlem hverfi í New York. Declyn var með hliðartösku og í henni reyndist vera Glock skammbyssa með sjö kúlum í.

Neitar sök

Declyn hefur nú verið sleppt lausum en ákærður fyrir vopnalagabrot og árás. Hann neitar sök í málinu.

Maðurinn sem var skotinn, Omar Lewin, hefur einnig verið ákærður fyrir vopnalagabrot. Hann var fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn í lífshættu.

Declyn Lauper er rappari og hefur áður komist í kast við lögin. Sumarið 2022 var hann handtekinn í stolnum Mercedes Benz bíl. Hann var dæmdur fyrir minniháttar brot og skipað af dómara til að „halda sig á beinu línunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“