fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Pútín hefur sjálfur yfirumsjón með nauðungarflutningum úkraínskra barna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 07:00

Pútín er sagður eygja nýtt land

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins og mannréttindastofnunar Yale háskólans kemur fram að svo virðist sem Vladímír Pútín og aðrir háttsettir valdamenn í Kreml standi á bak við nauðungarflutninga á úkraínskum börnum til Rússlands og „enduruppeldi“ þeirra.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) skýrir frá þessu. Fram kemur að minnst 314 börn frá hernumdu svæðunum í Donetsk og Luhans hafi verið flutt nauðug til Rússlands.

Í skýrslunni er því slegið föstu að Pútín hafi sjálfur yfirumsjón með þessu og að Maria Lvova-Belova, ráðherra málefna barna, sjái um framkvæmdina fyrir hans hönd.

Börnin eru oft sögð vera munaðarlaus eða þá að foreldrar þeirra hafi yfirgefið þau. Þeim er komið fyrir hjá rússneskum fósturfjölskyldum og „enduruppalin“ út frá þjóðernissinnaðri rússneskri hugsun. Markmiðið er að eyða öllu úkraínsku úr fari þeirra.

Börnin eru flutt með herflugvélum og öðrum flugvélum á vegum Pútíns. Talið er að mun fleiri börn en 314 hafi verið nauðungarflutt til Rússlands.

Nauðungarflutningar á börnum eru skilgreindir sem þjóðarmorð í Genfarsáttmálanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki