fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. desember 2024 13:36

Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skammri stund var tilkynnt um að bíll hefði farið í sjóinn við Reykjavíkurhöfn. RÚV greinir frá þessu. Í fréttinni segir:

„Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er með viðbúnað við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn en tilkynnt var um bíl sem fór í höfnina.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu gat ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Uppfært kl. 14:00:

Mbl.is greinir frá því að mikill viðbúnaður sé á svæðinu: Um sex sjúkra­bílar, tveir slökkviliðsbíl­ar og tölu­verður fjöldi lög­reglu­bíla eru við höfn­ina. Einnig eru tveir björgunarbátar á svæðinu. Búið er að loka hafn­ar­svæðinu að sögn sjón­ar­votts.

Uppfært kl. 14:20:

Mbl.is greinir frá því að búið sé að sækja einn úr bílnum. Var hann fluttur á sjúkrahús. Verið er að ganga úr skugga um hvort fleiri hafi verið í bílnum.

Uppfært kl. 14:40:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Á öðrum tímanum eftir hádegi í  dag var tilkynnt um bifreið sem hafði farið út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina. Fjölmennt lið viðbragðsaðila var strax kallað á vettvang, en rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga