fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 17:03

Ísafjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur aurskirða féll á veginn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals nú fyrir um 10 mínútum en sú fyrri féll um klukkan 15 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Í tilkynningunni segir einnig að vegurinn verði því lokaður í kvöld og nótt. Verið sér að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir ,,öfugu“ megin við heimili sín, þ.e.a.s þeirra sem komast ekki til síns heima vegna lokunarinnar. Nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggi fyrir.

Lögreglan á Vestfjörðum óskar enn fremur eftir því að fólk spari símtöl vegna þessa ástands þar sem álagið sé mikið og allar upplýsingar sem máli skipta muni berast á Facebook-síðu embættisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrjú ákærð í stóru fíkniefnamáli – Keyptu BMW til að smygla kókaíni

Þrjú ákærð í stóru fíkniefnamáli – Keyptu BMW til að smygla kókaíni
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“