fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Velja vanmetnustu ferðamannastaði Evrópu árið 2025 – Íslenskur bær er ofarlega á lista

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2024 14:30

Sundlaugin í Eyjum er skemmtileg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðatímaritið Time Out hefur valið 21 áfangastað í Evrópu sem almennt eru taldir vanmetnir og ferðamenn ættu að íhuga að heimsækja árið 2025. Það er skemmst frá því að segja að Ísland á fulltrúa á listanum.

„Síðastliðið sumar fóru fram mótmæli víða í Evrópu vegna mikils ágangs ferðamanna; í Amsterdam á að setja skorður á byggingu nýrra hótela og í Feneyjum mun skattur á ferðamenn tvöfaldast á næsta ári. Þannig að það hefur aldrei verið betri tími en nú til að hugsa út fyrir boxið – sérstaklega þar sem fólk á það til að líta fram hjá mögnuðum stöðum í Evrópu,“ segir í umfjöllun Time Out.

Í 1. sæti á listanum er bærinn Ulcinj í Svartfjallalandi. Þetta er strandbær í dásamlegu umhverfi þar sem um 12 þúsund íbúar búa. Í 2. sæti eru Árósir í Danmörku og í því þriðja er þjóðgarðurinn Geres í Portúgal. Í fjórða sæti er svo eyjan Gozo sem tilheyrir Möltu.

Í 5. sæti eru svo hinar einu og sönnu Vestmannaeyjar og ætti það ekki að koma neinum á óvart sem heimsótt hefur þennan fallega stað sem á sér einnig magnaða sögu. Í umfjöllun Time Out kemur fram að Vestmannaeyjar séu líklega „best geymda leyndarmál Íslands“.

Í umfjölluninni er bent á að það sé hægt að gera margt skemmtilegt í Eyjum; fara í bátsferðir, gönguferðir og læra um eldgosið 1973 í Eldheimum. „Maturinn er líka einn sá besti í landinu.“

Hægt er að sjá allan listann á vef Time Out.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni