fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Ákærur gefnar út vegna samsæris íranskra stjórnvalda um að myrða Trump

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 19:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum fyrir að vera þátttakendur í samsæri á vegum íranskra stjórnvalda um að myrða ýmsa einstaklinga þar á meðal Donald Trump sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag og tekur hann við embætti 20. janúar á næsta ári.

Bæði CNN og Washington Post greina frá þessu.

Það er dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem ákærir mennina en tveir þeirra eru í haldi í Bandaríkjunum en einn gengur laus í Íran.

Sá síðastnefndi,  Farhad Shakeri, er sagður hafa verið falið það í september síðastliðnum að fylgjast með Trump og loks myrða hann.

Samkvæmt ákærunni var hann sendur til Bandaríkjanna af Íranska byltingarverðinum, upphaflega til að myrða aðra Bandaríkjamenn og einnig Ísraelsmenn sem þar voru staddir en honum síðan sagt að einblína á Trump og myrða hann.

Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum komust að samsærinu og ræddu við Shakeri, í síma,  sem tjáði löggæslumönnum að hann hefði ekki náð að smíða áætlun um hvernig standa ætti að morðinu innan þess frests sem honum var gefinn. Loks hafi öllu verið slegið á frest þar sem írönsk stjórnvöld hefðu talið að Trump myndi tapa í forsetakosningunum og að þeim loknum yrði auðveldara að komast að honum.

Hinir tveir mennirnir sem ákærðir eru í málinu og eru í haldi bandarískra yfirvalda heita Carlisle Rivera og Jonathon Loadholt. Þeir eru bandarískir ríkisborgarar og eru meðal annars sakaðir um að hafa njósnað, á vegum íranskra stjórnvalda, um bandaríksan ríkisborgara af írönskum uppruna.

Talið er mögulegt að þetta samsæri Íran um að myrða Trump hafi átt að vera hefnd fyrir drónaárás Bandaríkjanna árið 2020, sem Trump fyrirskipaði þegar hann var forseti, sem varð Qasem Soleimani einum helsta hershöfðingja Byltingarvarðarins að bana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði