fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Stefán heyrði í manninum sem réðst á hann um helgina – „Ætlum við að láta einn mann eyðileggja annars gott kvöld??“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2024 16:15

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn, Stefán Jakobsson, eða Stebbi Jak, eins og hann er jafnan kallaður, varð fyrir líkamsárás í vinnunni um helgina eins og DV greindi frá. Ölvaður gestur á árshátíð réðst til atlögu við Stefán og sló hann þéttu höggi í höfuðið.

Sjá einnig: Stebbi Jak varð fyrir líkamsárás í vinnunni – „Kemur hann, kauði, örugglega búinn að drekka jafn mikið og kýlir Stefán í hausinn“

„Því betur fyrir mig og þann sem taldi sig eiga eitthvað sökótt við mig sá ég hann í tíma og náði að „verja“ höggið með enninu, þar sem hendurnar voru uppteknar við að slá á gítarinn. Hefði höggið hitt í andlitið má ætla að þetta hefði farið mun verr,“ skrifar Stefán í færslu á Facebook-síðu sinni.

Manninum var hent út úr húsi og ákvað Stefán að stíga aftur upp á svið og klára giggið. „Ætlum við að láta einn mann eyðileggja annars gott kvöld??“ sagði hann við gesti árshátíðarinnar og hélt áfram spilamennskunni. „ Áverkar og eftirköst eru í stóra samhenginu smávægileg og munu af öllum líkindum ekki hafa frekari áhrif, þó tíminn verði auðvitað að leiða það í ljós. Ég hef tekið því rólega síðustu daga og sleppt líkamlegum átökum. Ég hef átt gott samtal við þá sem réðu mig i giggið. Öryggi og aðbúnaður listamanna verður framvegis tryggt betur í framtíðinni.“

Í færslunni greinir Stefán frá því að árásarmaðurinn hafi heyrt í sér í dag og beðist afsökunar á hegðun sinni. Stefán hafi ekki átt slíka atlögu skilið.

„Nánari skýringar eru á milli okkar tveggja og verða ekki opinberaðar. Það sem hann sagði dugar mér og er málinu því formlega lokið. Ofbeldi leysir ekki ofbeldi Hatur býr til meira hatur o.s.frv. Orðum og gjörðum fylgir ábyrgð. Ef þessi heimur á að virka þarf kærleik og ábyrgð. Það er í alvöru ekki flóknara en það.“
Hér má sjá færslu Stefáns:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur