fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Spilling á Íslandi: Ísland í hópi landa sem fá sögulega lága einkunn í ár

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland missir tvö stig í vísitölu spillingarásýndar Transparency International á milli ára og hefur aldrei mælst verr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsdeild Transparency International um er að ræða alþjóðleg samtök sem berjast gegn spillingu um allan heim.

Bent er á það að í ár mælist  Ísland með 72 stig af 100 mögulegum. Það  er í samræmi við langtímaþróun landsins í vísitölunni en Ísland hefur misst sex stig á síðustu fimm árum og tíu stig síðastliðinn áratug.

„Ísland sker sig verulega úr meðal Norðurlanda. Danmörk mælist hæst með 90 stig eins og árið áður. Þar á eftir kemur Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82. Ísland er í hópi 23 landa sem fá sögulega slæma einkunn í ár. Þar á meðal eru Holland, Svíþjóð og Bretland ásamt Íran, Rússlandi, Tajikistan og Venezuela. Alls hafa 28 lönd bætt mælingu sína á milli ára en 34 hafa fallið. 118 lönd standa í stað,“ segir í tilkynningunni.

Íslandsdeild Transparency International bendir á að árið 2023 höfðu tæplega 20 manns stöðu grunaðra vegna tilrauna til að múta á Íslandi.

„Þá hafa ítrekað komið upp mál sem veikt geta tiltrú almennings á góðri stjórnsýslu. Þar má nefna einkavæðingu Íslandsbanka og málefni Samherja í Namibíu. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar vegna vinnu Auðlindarinnar okkar kemur fram að almenningur á Íslandi telur sjávarútveg og fiskveiðistjórnunarkerfið spillt. Raunar telur aðeins 1 af hverjum 6 svarenda heiðarleika einkenna íslenskan sjávarútveg og fiskveiðistjórnunarkerfið. Þá einkenndist árið 2023 af óreiðu meðal stjórnarflokkanna sem getur haft áhrif á tiltrú á getu stjórnvalda til að takast á við spillingu og standa fyrir góðri stjórnsýslu.“

Í tilkynningunni er bent sérstaklega á stöðu Namibíu í vísitölunni vegna málefna Samherja í landinu.

„Namibía mælist nú með 49 stig og stendur í stað frá árinu áður. Namibía hefur misst þrjú stig á síðustu fimm árum en bætt við sig einu stigi á síðastliðnum áratug. Íslandsdeild vekur athygli á því að Namibía hefur misst þrjú stig frá því að Samherjamálið hófst. Fall Íslands á sama tíma eru sex stig.“

Þá segir Íslandsdeild Transparency að þau ríki sem skora nokkuð hátt í vísitölunni hafi mörg staðnað eða misst stig.

„Í Evrópu hefur Transparency International álitið að skortur á öflugu viðbragði við spillingu, pólitísk spilling og gríðarleg ítök sérhagsmunahópa í stjórnmálum ýti undir aukið vantraust. Þá hefur sú stefna að veikja eftirlit aukið vantraust á stofnunum. Vestur-Evrópa er það svæði heimsins sem skorar hæst í vísitölunni en árið 2023 er í fyrsta skipti í næstum áratug sem meðalstigafjöldi svæðisins fellur; úr 66 í 65 stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Í gær

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Í gær

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Í gær

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér