fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Valdísi Eiríks og Siggu Lund sagt upp hjá Sýn

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. janúar 2024 11:57

Sigga Lund og Valdís voru þáttarstjórnendur á Bylgunni. Ellefu var sagt upp fyrir skemmstu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær vinsælar útvarpskonur eru á meðal þeirra ellefu sem sagt var upp hjá Sýn fyrir skemmstu. Valdís Eiríksdóttir og Sigga Lund hafa báðar greint frá uppsögn sinni nýlega.

„Elsku vinir og hlustendur, ég kem hér inn til að staðfesta sögusagnirnar. Ég fékk sömuleiðis reisupassann í gær,“ segir Valdís í færslu á Facebook. „Ég hef s.s. látið af störfum hjá Bylgjunni/Sýn/365 eftir 9 ára platónskt ástarsamband.“

Valdís segir að það hafi verið plan hennar að hætta hvort eð er. Það er eftir viku á eigin forsendum.

„Ég ætla að skapa meira og leika mér og láta drauma mína rætast. Þið munuð heyra í mér á öðrum vettvangi fljótlega, en fyrst… smá frí,“ segir Valdís sem hefur verið þáttarstjórnandi í Bítinu.

Sigga Lund var með sinn eigin þátt á Bylgunni sem hét eftir henni.

„Ég fékk reisupass­ann í vik­unni og starfa ekki leng­ur á Bylgj­unni. Minna starfs­krafta er ekki leng­ur óskað var mér tjáð,“ segir Sigga í færslu á Instagram. „Ég er líka bara svo þakk­lát fyr­ir þenn­an kafla sem er lokið. Hann var at­hygl­is­verður og mjög svo lær­dóms­rík­ur. Hann gaf mér færi á að vaxa heil­an hell­ing. Ég hlakka til næsta kafla, og þeysi af stað hvergi bang­inn. Ég hef aldrei verið betri og ég veit það, það er herslumun­ur­inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“