fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Litlu mátti muna að fleiri létu lífið í eldsvoðanum í Njarðvíkurhöfn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 14:30

Svona var umhorfs um borð í Grímsnesi GK eftir eldsvoðann. Mynd: Skjáskot-skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér skýrslu sína um eldsvoða sem varð um borð í fiskiskipinu Grímsnes GK 555 í Njarðvíkurhöfn 25. apríl á síðastliðnu ári. Einn skipverja lést í eldsvoðanum en fram kemur meðal annars í skýrslunni að litlu mátti muna að fleiri úr áhöfninni létu lífið í eldinum.

Í skýrslunni segir að tilkynning um eldinn hafi borist klukkan 02:08 að nóttu til þegar Grímsnes var bundið við bryggju í Njarðvíkurhöfn.

Sjö úr áhöfn hafi reynst vera sofandi í skipinu. Voru þeir allir fluttir á sjúkrahús og var einn þeirra úrskurðaður látinn. Einn úr áhöfninni var með reykeitrun og var honum haldið sofandi í rúma tvo sólarhringa en í skýrslunni segir að hann sé nú á batavegi. Aðrir áhafnarmeðlimir hafi verið minna slasaðir.

Í skýrslunni kemur fram að skipið hafi orðið alelda á stuttum tíma og hafi svo verið þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang. Reykkafarar hafi reynt að fara niður í skipið og leita að skipverjanum sem lést en eldur hafi þá verið orðinn það mikill að þeir þurftu frá að hverfa.

Í skýrslunni segir um þá áhafnarmeðlimi sem sváfu í skipinu að fjórir þeirra hafi sofið aftur í skipinu en þrír fram í skipinu. Af þeim fjórum sem sváfu aftur í skipinu hafi tveir verið saman í klefa en hinir tveir í eins manns klefum og hafi verið gengið niður í þessa þrjá klefa úr afturgangi skipsins sem legið hafi frá matsal og stakkagangi stjórnborðsmegin (hægra megin) yfir í bakborðsgang (vinstra megin) í gegnum rými sem í var niðurgangur í vélarrúm.

Annar mannanna sem svaf í tveggja manna klefa hafi vaknað fyrstur allra, við hávaða og reyk. Hann hafi vakið þann sem var með honum í klefa og vakið síðan þá sem voru í eins manns klefunum. Þeir hafi verið fljótir að vakna og farið upp stigann út í ganginn í átt að matsalnum. Þegar mennirnir hafi litið út í stakkaganginn stjórnborðsmegin hafi þeir séð mikinn eld og reyk.

Lagði sig í mikla hættu en náði ekki til mannsins sem lést

Í skýrslunni segir að mennirnir hafi líka séð að ófært hafi verið að fara upp í stýrishús en þangað hafi ekki verið hægt að sjá fyrir reyk. Mennirinir fóru því til baka og í gegnum rýmið þar sem gengið er niður í vélarrúm og yfir í bakborðsganginn. Stysta leiðin út þaðan hafi verið að fara aftur í skutrýmið og þaðan upp en þar sem mennirnir hafi vitað að skipsfélagar þeirra þrír sváfu fram í skipinu hafi þeir ákveðið að fara yfir milliþilfarið. Reykur var upp við loft en þeir komust undir hann.

Einn mannanna hafi farið og opnað hurðina fram á upp á efra þilfar en annar vakti mennina sem sváfu fram í skipinu. Allir komust síðan upp á efra þilfar fram á skipinu og þaðan upp á bryggju. Þegar mennirnir komu upp á efra þilfar sáu þeir þann sem vaknaði fyrstur koma upp um mannopið stjórnborðsmegin aftur á.

Í skýrslunni segir að áhafnarmeðlimurinn sem vaknaði fyrstur hafi farið á eftir þeim tveimur sem voru á leið upp frá káetunum en þá áttað sig á að sá sem svaf með honum í klefa var ekki vaknaður, sneri hann þá við og vakti hann.

Þegar þeir tveir ætluðu upp stigann frá káetunum mætti þeim mikill reykur og eldur upp við loft. Þeir sneru við og gátu opnað neyðarlúgu sem er bakborðsmegin í aftasta klefanum og komist þar upp.

Maðurinn sem vaknaði fyrstur fór aftur í skutrýmið og yfir stýrisvélakassa sem var fremst í rýminu fyrir miðju og var þá kominn að stiga upp í gegn um mannop upp á efra þilfar. Hann hélt að klefafélaginn sem hann sneri aftur til að sækja væri á eftir sér, en sá hann ekki en heyrði í honum þegar hann kallaði.

Á þessum tímapukti var reykurinn orðinn svo svartur að maðurinn sá vart handa sinna skil

Í skýrslunni segir að maðurinn, sem vaknaði fyrstur og fór til baka að sækja klefafélaga sinn, hafi þá farið upp á efra þilfar til að ná andanum og svo farið aftur niður en ekki náð til mannsins sem var niðri.

Maðurinn komst aftur upp á efra þilfar þar sem hann lagðist niður til að vera undir reyknum og bankaði í dekkið til að reyna að leiðbeina klefafélaga sínum sem var fastur niðri.

Reykkafarar fundu manninn sem vaknaði fyrstur og reyndi á þennan hátt að ná til klefafélaga síns meðvitundarlausan. Eins og áður segir var honum haldið sofandi í tvo sólarhringa, vegna reykeitrunar, en hann er nú á batavegi. Klefafélagi hans sem hann reyndi að bjarga er hins vegar sá sem lést.

Um eldsupptök segir í skýrslunni að þau hafi reynst vera í stakkageymslu og var talið að kviknað hafi í út frá vettlingaþurrkara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“