fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestar íbúðir sem hafa verið seldar á árinu hafa verið keyptar af fjárfestum. Þessu greinir Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags, í grein sem britist hjá Innherja. Hann segir að af þeim íbúðum sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafi tæplega 90% verið keyptar af fjárfestum af ýmsum toga.

Sigurður bendir á að raunverð fasteigna á Íslandi hefur hækkað töluvert meira en í öðrum OECD-ríkum og um fimm sinnum meira en hjá Norðmönnum og Dönum.

„Þeir sem kaupa fasteignir eru ekki fjölskyldur sem kaupa íbúðir til að eignast þak yfir höfuðið heldur einstaklingar sem kaupa íbúðir til viðbótar við eigið íbúðarhúsnæði og fjárfestingafélög til útleigu. Frá árinu 2021 hefur orðið gífurleg breyting að þessu leyti þar sem hlutfall þeirra sem kaupa íbúð á landinu öllu til eigin nota hefur farið úr 74% og niður í 13%. Nú er svo komið að 87% þeirra sem hafa keypt fasteignir á þessu ári eru fjárfestar sem hafa ekki áform um að búa sjálfir í húsnæðinu.“

Með þessari þróun, segir Sigurður, hefur almenningur í landinu verið dæmdur úr leik. Þeir einir geta keypt sem þegar eiga fjármuni og eignir. Um sé að ræða mein sem megi rekja til íbúðaskorts. Ef ekki verður gripið inn í þessa þróun þá verði gífurlegar breytingar á samfélaginu. Almenningur hættir að geta keypt sér húsnæði til eigin nota heldur neyðist til að leita á leigumarkað og borgar þannig eignamyndun fyrir fjárfesta.

Þessi grein Sigurðar hefur vakið hörð viðbrögð en Íslendingar skrifa í athugasemdum á Facebook að nú þurfi að grípa til aðgerða og jafnvel lagabreytinga. Til dæmis mætti auka skattlagningu á eignir sem ekki eru til eigin nota.

Einn skrifar í umræðu um greinina í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins: „Það er kolvitlaust gefið. Hér ráða peningarnir öllu. Skömm að þessu.“

Aðrir benda á þá sorglegu þróun að það séu nú gífurleg forréttindi að eiga þak yfir höfuðið. Að eiga fasteign sé orðið að lúxus sem unga fólkið hefur ekki ráð á. Aðgerðarleysi stjórnvalda ali á stéttaskiptingu.

Ein deilir greininni og segir bara : „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“
Fréttir
Í gær

Má ekki heita Álft því orðið hefur „neikvæða og óvirðulega merkingu“

Má ekki heita Álft því orðið hefur „neikvæða og óvirðulega merkingu“
Fréttir
Í gær

Handvömm varð til þess að mál Alberts fór ekki á dagskrá Héraðsdóms

Handvömm varð til þess að mál Alberts fór ekki á dagskrá Héraðsdóms
Fréttir
Í gær

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði
Fréttir
Í gær

Árás Úkraínumanna kom öllum á óvart – Nú finna Rússar fyrir afleiðingunum

Árás Úkraínumanna kom öllum á óvart – Nú finna Rússar fyrir afleiðingunum