fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Skúli Óskarsson er látinn

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 10. júní 2024 15:50

Skúli lést á sunnudag á Landspítalanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Óskarsson, fyrrverandi kraftlyftingamaður og tvöfaldur íþróttamaður ársins, er látinn. Skúli var 75 ára að aldri. Hann lést á hjartadeild Landspítalans í gær, sunnudaginn 9. júní.

Skúli var fæddur árið 1948 á Fáskrúðsfirði, var hálfur Færeyingur og átti tvíburabróður. Eftir að hann byrjaði í kraftlyftingum setti hann hvert Íslandsmetið á fætur öðru.

Skúli varð frægur þegar hann setti heimsmet í kraftlyftingum árið 1980, 515,5 kíló, í beinni útsendingu í sjónvarpi. Samdi Laddi um hann lag á þessum tíma sem heitir einfaldlega Skúli Óskarsson.

Sjá einnig:

Skúli Óskarsson:„Enginn má segja neitt, þá er hann tekinn í nefið“

Hann var valinn íþróttamaður ársins árið 1978 og 1980. Árið 2018 var hann tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ.

Árið 2018 var Skúli í ítarlegu helgarviðtali við DV. Þá var rætt um ýmislegt tengt ferlinum og kraftasporti.

Skúli læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, eina dótt­ur, tvær stjúp­dæt­ur og átta barna­börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“