fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Andrea Kristín fékk þungan dóm fyrir vægt brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. maí 2024 18:30

Andrea Kristín Unnarsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur verið sakfelld og dæmd í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot annars vegar og hins vegar skjala- og umferðarlagabrot. Um óvenjulega þungan dóm er að ræða fyrir brot af þessu tagi en við ákvörðun refsingar vega ítrekuð brot Andreu þungt.

Andrea var annars vegar ákærð fyrir að hafa sunnudaginn 22. janúar ekið bíl svipt ökurétti og óhæf til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna, um Fögrubrekku í Kópavogi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

Hinn ákæruliðurinn er eftirfarandi: „…fyrir skjala- og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerkið […] á bifreiðina […] en merkið tilheyrði bifreið af gerðinni Toyota Corolla, og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.“

Í dómnum eru fyrri brot Andreu af svipuðu tagi tíunduð. Brotaferill hennar er langur. Árið 2012 var hún dæmd fyrir hlutdeild sína í hrottalegri árás á konu á heimili hennar í Hafnarfirði og hlaut fjögurra og hálfs árs dóm. Árið 2017 var Andrea í fréttum er kviknaði í húsi sem hún dvaldist í á Stokkseyri. Var hún mikið brennd á líkama eftir brunann og taldi hún í samtölum við fjölmiðla að kveikt hefði verið í húsinu.

Sjá einnig: Ótrúlegt vopnasafn Andreu – Ekki hefur tekist að birta henni fangelsisdóm

Árið 2019 var hún dæmd fyrir röð afbrota, umferðarlagabrot, skjalafals, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Vakti athygli gífurlegt magn vopna sem gerð voru upptæk á þáverandi heimili Andreu á Stokkseyri. Fjöldi sverða og beittra hnífa voru gerð upptæk, stunguvopn og kylfur, meðal annars svört kylfa með þyngdum kólfi á endanum. Samtals eru tilgreind 29 vopn í dómnum.

Þarf hún hjálp frekar en refsingu?

Í dómum vekja athygli tvær umsagnir dómkvaddra matsmanna á ástandi Andreu. Þeir greina frá því að hún þjáist af sjúkdómnum dystonia en orðið er samheiti yfir truflun á vöðvaspennu. Einkenni eru fjölþætt og lýsa sér  í í tímabundnum eða viðvarandi vöðvasamdrætti, sem ýmist veldur síendurteknum hreyfingum eða vindingi á líkamspörtum.

Matsmennirnir segja hana ekki uppfylla skilyrði hegningarlaga um refsileysi vegna ástands sakbornings og segja að hún þoli fangelsisvist en segja óvíst hvort fangelsisvist sé gagnleg. Skýrslur matsmannanna lýsa mjög erfiðu ástandi ákærðu. Hún er sögð eiga að baki langa sögu um félagslega erfiðleika og áðurnefndur sjúkdómur sé líklega afleiðing langvarandi áfalla og vandamála. Ennfremur búi hún við óöryggi vegna framfærslu sem auki hættu á óheilbrigðu líferni. Hún þurfi að komast á örorkubætur og fara í meðferð. Hún sé engu að síður sakhæf.

DV reyndi að ná sambandi við Andreu við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum