Þetta er mat Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðings við danska varnarmálaskólann. Í samtali við B.T. sagði hann að Rússum hafi orðið nokkuð ágengt að undanförnu í austurhluta Úkraínu en þetta hafi verið þeim dýrkeyptur árangur. Fljótlega fái Úkraínu fleiri vopn frá Vesturlöndum og þá geti þetta snúist við.
Hann sagðist ekki sjá þess merki að mjög miklar breytingar hafi orðið á vígvellinum að undanförnu, Rússar hafi ekki fengið neitt afgerandi út úr sókn sinni.
Hann missti auðvitað ekki af sjö mínútna langri ræðu Pútíns á fimmtudaginn, þegar Rússar minntust sigursins yfir Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. „Hann virtist í góðu formi en allar þessar hótanir, sem hann kom með, vitna um leið um ákveðið óöryggi. EF Rússar fá ekki nóg út úr stöðunni á vígvellinum núna, þá er útlitið ekki svo gott hjá þeim,“ sagði hann.
Í fyrrnefndri ræðu hafði Pútín enn einu sinni í hótunum við Vesturlönd og minnti þau á að Rússar eigi kjarnorkuvopn.