fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Fjölskylduhjálpin auglýsir úthlutun fyrir Íslendinga – „Veit ekki hvernig maður á að eiga alltaf mat fyrir allan þennan hóp“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. maí 2024 12:52

Ásgerður Jóna Flosadóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylduhjálp Íslands hefur auglýst matarúthlutun á morgun sem er eingöngu fyrir Íslendinga. Á Facebook-síðu samtakanna segir:

„Úthlutun fyrir íslendinga.

Úthlutun fyrir íslendinga verður í Iðufelli 14 í Breiðholti föstudaginn 10 maí 2024 kl 13.00, Vinsamlega sýnið persónuskílríki.“

Tilkynningin hefur vakið nokkra umræðu á Facebook-síðunni og sitt sýnist hverjum. DV hafði samband við formann Fjölskylduhjálparinnar, Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem segir þessa úthlutun vera nauðsynlega undantekningu:

„Þetta er undantekning núna en við höfum verið með daga þar sem er auglýst að þeir eru velkomnir sem eru án kennitölu og fólk með kennitölu, en síðastliðin tvö ár hafa Íslendingar orðið svolítið undir og ásókn af fólki nýfluttu til landsins sem hefur hefur verið boðið að koma til Íslands. Það hefur eiginilega verið mjög duglegt að sækja um og Íslendingar hafa hreinlega ekki treyst sér til að vera í röðunum. Þá var þetta eina leiðin okkar núna til þess að Íslendingar fái sjens á að fá mataraðstoð, að auglýsa þetta svona. En þess bera að geta að innan íslensks samfélags er fjölmenningarhópur sem eru orðnir Íslendingar.“

Ásgerður segir tugþúsunda njóta mataraðstoðar hjá Fjölskylduhjálpinni og meirihlutinn sé fólk af erlendum uppruna:

„Í fyrra afgreiddum við til 29 þúsund fjölskyldna og 90% af því var aðkomufólk, á hvaða hátt svo sem fólkið kom til landsins. Þetta voru 75 þúsund munnar. Bara í desember í fyrra vorum við með þrjú þúsund fjölskyldur. Þannig að við erum í sjálfu sér að vinna verk yfirvalda í landinu. Þetta er bara orðið svo mikið að maður veit ekki hvernig maður á að eiga alltaf mat fyrir allan þennan hóp.“

Ásgerður segir þessa úthlutun vera til að koma til móts við Íslendinga sem ekki hafa getað fengið úthlutun með því að bíða í röðum hingað til. „Við verðum einhvern veginn að koma til móts við þennan hóp líka.“

Hún segir samtökin veita gífurlega mörgum hjálp:

„Ætli við séum ekki stærstu hjálparsamtökin á Íslandi við að útdeila mat. Við erum með Matarbankann og vinnum þar gegn matarsóun. Sá banki var opnaður fyrir tveimur árum. Það er í samvinnu við fyrirtækin í landinu. Það hefur aldrei staðið á því að aðstoða – við aðstoðum alla. Og sjálfboðaliðar okkar eru 70% frá Venesúela þannig að við gerum ekki upp á milli neinna – það er enginn hópur minna velkominn en annar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað