fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 13:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld í gegnum alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna DHL-hraðsendingar sem senda átti frá Bandaríkjunum hingað til lands. Móttakandi sendingarinnar var maður sem búsettur er í Kópavogi.

Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness en þar var Kópavogsbúinn dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir tilraun til að smygla rúmlega 4,5 kg af maríhúana til landsins.

Á farmbréfi var innihald sendingarinnar sagt vera kvenkyns fatnaðuren við skoðun lögreglu i Bandaríkjunum á innihaldi sendingarinnar kom í ljós að hún hafði að geyma kannabisefni.

Í dómnum segir um þessa atburðaráðs: „Í framhaldi af þessu og í ljósi innihalds pakkans tóku lögregluyfirvöld þá ákvörðun að sendingin færi ekki hefðbundna leið með póstdreifingu DHL. Lögregla í Bandaríkjunum afhenti því flugstjóra hjá Icelandair pakkann við brottför frá JFK flugvelli í New York sem flutti hann hingað til lands. Var tollgæsluyfirvöldum jafnframt tilkynnt um þetta og óskað eftir liðsinni þeirra við verkefnið. Við komu til landsins veittu lögregluyfirvöld og tollgæsla pakkanum viðtöku og var hann í framhaldinu sendur tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar. Þá var tekin sú ákvörðun að reyna ekki afhendingu pakkans undir eftirliti, meðal annars vegna þess langa tíma sem það tók að fá pakkann afhentan hingað til lands.“

Maðurinn var handtekinn vegna málsins í apríl árið 2023. Fyrir dómi neitaði maðurinn því að vera viðtakandi sendingarinnar og hafi hann ekki staðið að innflutningi slíkra efna til landsins. Vísaði hann til annars manns sem hann sagði líklegt að hefði hlutast til um sendingunar og en skráð hann sem viðtakanda pakkans.

Við skoðun á farsímum mannsins fundust hins vegar gögn sem talin voru varpa með óyggjandi hætti ljósi á sekt hans. Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki