fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. maí 2024 17:25

Sigurður Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þórðarson, betur þekktur hérlendis sem Siggi hakkari, fékk ekki að halda erindi á danskri ráðstefnu um netöryggi í ljósi fortíðar sinnar. Eins og alþjóð veit hefur Siggi hefur  hlotið tvo dóma fyrir kynferðisbrot hérlendis. Árið 2015 var hann dæmdur í þriggja ára fangelis fyrir ítrekuð brot gegn níu ungum drengjum á árunum 2011-2013 en áður hafði hann hlotið átta mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn sautján ára dreng.

Sú fortíð er nú að verða honum til trafala í Danmörku en eins og DV greindi frá á dögunum er Siggi fluttur til frændþjóðar okkar.

Siggi greinir frá því á Linkedin-síðu sinni, þar sem hann titlar sig sem fyrrum hakkara en nú sérfræðing í netöryggi, að honum hafi verið meinað að flytja erindið og telur greinilega að á sér hafi verið brotið. Fer hann síðan í löngu máli yfir þá söguskýringu sína að hann hafi ekki gert sekur um kynferðisbrot, misnotkun barna, barnaníð, nauðganir, ofbeldi né nokkuð slíkt. Hann hafi einfaldlega gerst sekur um að kaupa vændi af drengjunum og enginn þeirra hafi verið undir lögaldri en sjálfur hafi hann verið 17 til 21 árs gamall þegar brotin áttu sér stað.

Siggi ber harm sinn á torg og segist hafa ákveðið að eltast ekki við orðróma um sig á sínum tíma en staðan sé nú sú að fjölmiðlar birti lygar um hann sem sé tekið sem sannleik.

Það hafi haft þau áhrif á feril hans að meint afrek hans á tæknisviðinu í störfum sínum fyrir Wikileaks, Anonymous og LulzSec eru ekki metin að verðleikum.

Rétt er að geta þess að Siggi var metinn siðblindur af dómskvöddum matsmanni í stærra kynferðisbrotamálinu og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hann hafi nokkra hæfileika sem sérfræðingur í tölvukerfum.

„Ólíkt mörgum öðrum þá hef ég tekið ábyrgð á gjörðum mínum, borgað bætur og afplánað dóma. Ég ítreka að ég hef aldrei framið þau brot sem ég hef verið sakaður um og mun aldrei gera. Í heimi þar sem útlokunarmenningin er sífellt að taka meira plás, viljum við í raun búa í heimi þar sem fólki er meinað um tækifæri til þess að bæta sig og læra af mistökum sem áttu sér stað fyrir mörgum árum eða jafnvel áratugum síðan,“ skrifar Siggi í færslunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“