fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2024 13:10

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 10. október 2021.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint öðrum manni með báðum höndum þannig að hann féll og skall með höfuðið í jörðina. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð höfuðkúpubrot á ennisbeini, marblæðingar á framheila og gagnaugageira.

Árásin hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér og dvaldi fórnarlamb hennar á sjúkrahúsi í 12 daga eftir hana. Samkvæmt gögnum frá endurhæfingardeild sem vísað er til í dómnum er enn óljóst hvort maðurinn nái fullum bata.

Árásarmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði í málinu hafi iðrast háttsemi sinnar og augljóst sé að málið hafi lagst þungt á hann. Hafði hann sjálfur samband við Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð og hlúði að manninum sem hann ýtti  þar til aðstoð barst.

„Verður ráðið af málsgögnum að áður en árásin átti sér stað höfðu brotaþoli og ákærði átt í ágreiningi og hafi ákærði m.a. vísað brotaþola úr bifreið sinni. Samkvæmt framburði ákærða og vitna var brotaþoli ölvaður og hafði hann áður hrækt á andlit ákærða en atvik gerðust á meðan Covid-faraldur stóð yfir. Hefði ákærði þá misst stjórn á sér og í kjölfar þess farið á eftir brotaþola og hrint honum,“ segir í dómi héraðsdóms.

Í niðurstöðu dómsins er einnig bent á alvarlegar afleiðingar árásarinnar fyrir brotaþola en einnig bent á önnur atriði, eins og hversu langan tíma það tók að gefa út ákæru.

„Ljóst er af framburði ákærða við rannsókn málsins að ásetningur hans stóð til þess að veitast að brotaþola en ekki til þess að valda honum því líkamstjóni sem hann hlaut. Þá liðu um tvö og hálft ár frá því atvik gerðust og þar til ákæra var gefin út. Er sá dráttur á meðferð málsins óútskýrður. Verður ákærða ekki um þennan drátt kennt en litið verður til hans við ákvörðun refsingar.“

Fórnarlamb árásarinnar fór fram á fjórar milljónir króna í miskabætur en fær samkvæmt dómi 1,8 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Þá var honum gert að greiða brotaþola 300 þúsund krónur í málskostnað og til að greiða laun síns verjanda, 600 þúsund krónur. Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tólf mánaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“