Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að árásin í nótt hafi beinst að herstöð í borginni Isfahan, en þar er meðal annars finna hluta af flugvélaflota íranska hersins. Skammt frá borginni er kjarnorkuver en ónafngreinir bandarískir embættismenn segja að kjarnorkuverið hafi ekki verið skotmark í árásinni í nótt.
Írönsk yfirvöld gerðu lítið úr árás Ísraelsmanna og sögðu litlar sem engar skemmdir hafa orðið. Í fyrstu virtust Íranir reyna að halda því fram að engin árás hefði verið gerð en myndir og upplýsingar um flugumferð á svæðinu benda til annars.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti Ísraelsmenn til að halda að sér höndum eftir að íranski herinn gerði árás með drónum og flugskeytum á Ísrael á dögunum. Höfðu írönsk yfirvöld hótað því að nota „vopn sem ekki hefur áður verið notað“ gegn Ísrael ef þeir réðust á landið.
Ísraelsk yfirvöld hafa ekki enn tjáð sig opinberla um árásina í nótt en írönsk yfirvöld segja að engar áætlanir séu uppi að svo stöddu um að svara aðgerðum Ísraelsmanna í nótt. Síðast í gær sagði utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir-Abdollahian, að yfirvofandi árásum Ísraelsmanna yrði svarað strax.