,,Ég er mjög ánægð með hvernig Great Place To Work hefur verið að festa sig í sessi hér á landi. Sumir viðskiptavina okkar eru á öðru, þriðja eða jafnvel fjórða ári í samstarfi með okkur og það er dásamlegt að fræðast um hvernig þeir nota gögnin úr könnunarniðurstöðum sínum til að bæta vinnustaðinn fyrir starfsfólkið sitt,“ segir Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri Great Place to Work á Íslandi. Fyrirtækið veitir ítarlega innsýn byggða á gögnum úr svörum starfsfólks fyrirtækja sem sýna á hvaða sviðum er verið að gera góða hluti og hvar er þörf á að bæta úr.
,,Það sem við bjóðum upp á er meira en bara merki, það er sértæk innsýn í fyrirtæki sem sýnir nákvæmlega hvernig á að hafa sem mest áhrif á líðan starfsmanna þess. Það sem viðskiptavinir okkar hafa deilt með okkur er ávinningurinn af því að fylgjast með framförum sínum ár eftir ár og árangurinn sem þeir hafa séð hjá sínu fólki í kjölfarið, eins og auknar ráðningar, meiri skuldbindingu og meira stolt af vinnustað sínum. Að gera vinnustaðamenninguna að mikilvægum hluta af vörumerki fyrirtækis er eitthvað sem vottun okkar hjálpar til við og aðgreinir mannauð sem mikilvægan þátt í vexti þess. Við eigum enn meira í vændum fyrir árið 2024 og inn í 2025 líka. Framtíðin er björt fyrir Great Place To Work á Íslandi og ótrúlega viðskiptavini okkar,“ segir Ingibjörg.