Slava, háttsettur yfirmaður í úkraínska hernum, sagði að úkraínskir hermenn upplifi slíkar árásir nær daglega.
Rebekah Maciorowski, bandarískur hjúkrunarfræðingur sem starfar fyrir úkraínska herinn, sagði að í gassprengju, sem sprakk ekki eftir að Rússar köstuðu henni niður, hafi verið CS-gas, sem er táragas.
Samkvæmt alþjóðasamningi frá 1993 er bannað að nota CS-gas í stríði en Rússar hafa áður viðurkennt að þeir noti efnavopn gegn úkraínskum hermönnum.