fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði uggandi vegna „garðavappara“ með ungt barn – Veður inn á lóðir og palla

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 11:00

Ekki kemur fram hvar nákvæmlega fjölbýlishúsið er en þar sem málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjaness þá er mögulegt að það sé í Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður með ungt barn hefur ítrekað sést fara inn á lóðir hjá íbúum í Kópavogi og í Hafnarfirði að undanförnu. Eru íbúar skelkaðir að um sé að ræða innbrotsþjóf sem noti barnið sem skálkaskjól fyrir því að vaða inn á lóðirnar. Hefur hann verið kallaður „garðavapparinn.“

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi, staðfestir að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Maðurinn hafi meðal annars sést á öryggismyndavélum íbúa fara inn á lóðir ásamt barni á þríhjóli.

„Það var talað við þennan mann og teknar niður upplýsingar um hann,“ segir Gunnar en að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig hvað kom út úr þeirri yfirheyrslu. Maðurinn hafi ekki verið kærður.

Hringt á lögregluna

Rætt hefur verið um garðavapparann í hverfagrúbbum í Kópavogi og í Hafnarfirði. Fyrstu tilfellin fyrir um mánuði síðan en þau nýjustu í þessari viku.

Einn íbúi í Hjallahverfi greinir frá því að hún hafi í þrígang staðið erlendan mann með um þriggja ára dreng að því að fara inn í garðinn og leyfa barninu að leika sér þar. Fyrir skemmstu hafi hún séð að hann var kominn upp á pall við húsið á meðan barnið lék sér í garðinum.

Eitt kvöldið þegar hann kom í garðinn með barnið var hringt á lögregluna sem kom og tók hann upp í bíl. Maðurinn hafi sést annars staðar á upptökum vera að leita í görðum og hafi greinilega verið að kannað aðstæður.

Sást kasta bolta inn í garða

Annar íbúi í sama hverfi greindi frá því í mars að ókunnugur maður með barn væri að væflast á milli húsa. Maðurinn héldi á bolta sem hann kastaði langt inn í garðana og lét eins og barnið hefði kastað boltanum. Þetta væri skýrt merki um að maðurinn væri að nota barnið sem afsökun til að fara inn í garða og kanna aðstæður fyrir eitthvað vafasamt athæfi.

Enn annar íbúi í hverfinu greinir frá því að hafa séð manninn bæði inn á planinu hjá sér og hjá nágranna sínum.

Í Suðurbænum í Hafnarfirði greindi íbúi frá því að karlmaður með ungt barn hefði vaðið inn á pallinn við húsið sitt. Náði viðkomandi mynd af manninum sem virtist vera að tala í síma á meðan barnið var að fikta í gasgrillinu.

Lýsa íbúar óhugnaði yfir þessu, benda fólki á að læsa vel hurðum og fylgjast með. Einnig að hafa samband við lögreglu ef vaðið er inn á lóð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans