fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Ástþór segist ekki hafa dreift hatursáróðri um Baldur þó símanúmerið hans hafi verið skráð fyrir dreifingunni

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 7. apríl 2024 12:00

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um páskana mátti víða á samfélagsmiðlum sjá samsetta mynd af Baldri Þórhallssyni, prófessor og forsetaframbjóðanda, og eiginmanni hans Felix Bergssyni. Þar mátti sjá hjónin kyssast, rifjuð upp umdeild ummæli þeirra og í bakgrunni mátti sjá Bessastaði með regnbogafánann að húni. Ástæðan fyrir því að myndin fór svo víða var sú að dreifing myndarinnar á Facebook var kostuð af Facebook-síðu sem bar yfirskriftina Bessastaðabaráttan.

Féll dreifingin í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlunum og fékk hinn nafnlausi dreifandi það óþvegið í athugasemdakerfinu fyrir að dreifa hatursáróðri.

Myndin umdeilda

 

Netverjar voru snöggir til að leita að frekari upplýsingum um dreifandann og þegar bakgrunnsupplýsingar hinnar kostuðu dreifingar voru skoðaðar mátti sjá símanúmer dreifandans og tölvupóstinn, island@nuna.is, sem gefinn var upp.

Umrætt símanúmer er í eigu Ástþórs Magnússonar, mótframbjóðanda Baldurs og friðarsinna. Vefsíðan nuna.is er skráð á fyrirtæki Ástþórs, Álftaborgir ehf. en á henni kynnir Ástþór framboð sitt til Bessastaða í ár.

DV sendi Ástþóri fyrirspurn vegna málsins og var hann spurður hvort síðan væri á hans vegum og hvort skilaboðin sem væru í dreifingu rímuðu ekki illa við kjörorð framboð hans: „Með ÁST skal frið boða“.

Ástþór kom af fjöllum vegna málsins og sagðist hann ætla að kanna málið. Tveimur dögum síðar barst eftirfarandi yfirlýsing þar sem hann vísaði því alfarið á bug að tengjast síðunni.

„Þessi Facebook síða eða mynd er ekki á mínum vegum eða hluti af mínu framboði sem snýst um að Virkja Bessastaði til friðarmála og setja Ísland á alheimskortið sem herlaust land friðarins,“ skrifaði Ástþór.

Þess má geta að sama dag var umræddri Facebook-síðu eytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann