Afgreiðslutímar hinna ýmsu verslana eru breytilegir yfir páskana. Kringlan og Smáralind hafa opið frá kl. 11 til 17 á laugardag en báðar verslunarmiðstöðvarnar hafa hins vegar lokað bæði á páskadag og annan í páskum.
Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ hafa opið allan sólarhringinn allan páskana, en lokað er á Eiðistorgi og Spönginni á páskadag.
Mjög breytilegur afgreiðslutími er hjá verslunum Krónunnar um land allt en nánar má sjá um það hér.
Bónus er með opið í flestum verslunum á laugardag til kl. 20 en hefur allar verslanir lokaðar á páskadag og annan í páskum.
Verslanir Vínbúðarinnar eru opnar á laugardag en skella í lás á páskadag og annan í páskum.
Nýja vínbúðin, sem er áfengisverslun á netinu með heimsendingarþjónustu, er hins vegar með opið alla páskana frá hádegi til miðnættis. Ef pantað er fyrir miðnætti fæst heimsent innan 90 mínútna á höfuðborgarsvæðinu.