fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Birgir ætlar ekki að láta neitt stöðva sig: Telur að Eiríkur ætti að huga betur að skyldum sínum við íslenska tungu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2024 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að halda áfram að standa vörð um íslenskuna og kveðst ekki ætla að láta Eirík Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslensku, stöðva sig í því.

Þetta segir Birgir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag en á dögunum var greint frá því að hann væri með frumvarp í vinnslu þar sem próf í íslensku verður gert að skilyrði fyrir því að hægt sé að afla sér réttinda til aksturs leigubíla.

Þetta vakti talsverða athygli og skrifaði Eiríkur pistil þar sem hann gagnrýndi áformin harðlega.

Sjá einnig: Eiríkur segir tillöguna skelfilega:„Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast“

„Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast – að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér er miskunnarlaust alið á þessa dagana,“ sagði Eiríkur meðal annars og benti á að ekki væri gerð krafa um íslenskukunnáttu fólks í margvíslegum þjónustustöfum, til dæmis í verslunum og á veitingastöðum eða á hjúkrunarheimilum.

Segir Eirík virðast hafa lítið fyrir stafni

Birgir segir í pistli sínum í dag að ofurvald ensku sé stærsta ógnin sem steðjar að íslensku sjálfstæði um þessar mundir.

„Hætt er við því að ís­lenska þjóðin glati full­veldi sínu ef ekk­ert verður að gert. Það er hag­ur ís­lensku að inn­flytj­end­ur læri málið, seg­ir Ármann Jak­obs­son, formaður Íslenskr­ar mál­nefnd­ar og pró­fess­or í ís­lensk­um bók­mennt­um fyrri alda við Há­skóla Íslands. Þetta er okk­ur al­var­leg áminn­ing,“ segir Birgir áður en hann tekur fyrir gagnrýni Eiríks.

Próf í íslensku verði gert að skilyrði: Dæmi um 150 þúsund króna gjald frá Keflavík til Reykjavíkur

„Ei­rík­ur Rögn­valds­son, fyrr­ver­andi pró­fess­or í ís­lensku, sem virðist lítið hafa fyr­ir stafni á eft­ir­laun­um annað en að tala ís­lensk­una niður, hef­ur ekki sömu áhyggj­ur af stöðu tungu­máls­ins,“ segir Birgir og rifjar upp að hann hafi verið and­víg­ur frum­varpi um manna­nöfn sem var lagt fram á Alþingi 2020. Frum­varpið varð ekki að lög­um.

„Í frum­varp­inu stóð til að heim­ila öll­um að taka upp ætt­ar­nafn. Af­leiðing­in hefði orðið sú að okk­ar helsta sér­kenni, að hver kenni sig við föður eða móður, hyrfi smátt og smátt. Fyr­ir­huguð breyt­ing á manna­nafna­lög­gjöf hefði einnig haft nei­kvæð áhrif á ís­lensk­una. Nöfn og beyg­ing þeirra eru jafn mik­il­væg og all­ur ann­ar ís­lensk­ur orðaforði. Riðlist beyg­ing­ar­kerfið fer að hrikta í stoðum ís­lenskr­ar tungu. Íslensk manna­nöfn eru hluti ís­lensks máls og því er það stór þátt­ur í vernd­un máls­ins að ís­lensk manna­nöfn sam­ræm­ist ís­lensku beyg­ing­ar­kerfi. Þetta hef­ur okk­ar helsti sér­fræðing­ur í manna­nöfn­um, dr. Guðrún Kvaran, bent á. Pró­fess­or Ei­rík­ur fann mál­flutn­ingi mín­um í manna­nafna­mál­inu allt til foráttu. Sakaði hann mig um „fá­fræði“, „belg­ing“ og „vera úti á túni“.“

Leist ekkert á tillöguna

Birgir segist að sjálfsögðu bera virðingu fyrir prófessornum fyrrverandi þó hann hafi „reglulega uppi stóryrði í minn garð þegar ég tjái mig um íslenskuna“ eins og hann orðar það.

„Ég erfi það ekki við hann en tel að hann ætti ef til vill að huga bet­ur að skyld­um sín­um við ís­lenska tungu.“

Birgir bendir á að hann sé með í smíðum þingsályktunartillögu um að RÚV verði falið að framleiða kennsluþætti í íslensku fyrir ung börn.

„Þætt­irn­ir myndu fara yfir ís­lenska staf­rófið, ein­föld orðtök og orðatil­tæki svo eitt­hvað sé nefnt. Þeir yrðu síðan sýnd­ir í barna­sjón­varpi RÚV og gætu til að mynda reynst hjálp­leg­ir þeim börn­um þar sem ís­lenska er ekki móður­mál heim­il­is­ins. Við vinnslu þings­álykt­un­ar­inn­ar ákvað ég að hringja í pró­fess­or Ei­rík og spyrja hann að því hvort hon­um lit­ist ekki vel á til­lög­una og hvort hann hefði ekki ein­hver góð ráð handa mér. Svo reynd­ist ekki vera. Ei­ríki leist ekk­ert á til­lög­una og hafði al­mennt nei­kvætt viðhorf gagn­vart henni. Ég bað hann þá að benda mér á ein­hverja ís­lensku­mann­eskju í Há­skól­an­um sem gæti aðstoðað mig við grein­ar­gerðina. Eiríkur gerði það. Ég hafði síðan sam­band við viðkom­andi, en sú hin sama þurfti nokkra daga umhugsunarfrest og sagði svo nei,“ segir Birgir í grein sinni.

Ætlar áfram að standa vörð um íslenskuna

Birgir segir að fyrirmyndin að leigubílafrumvarpinu svokallaða komi frá Danmörku þar sem próf í dönsku er skilyrði í öllum farþegaakstri.

„Er al­mennt litið svo á að breyt­ing­ar á lagaum­hverfi leigu­bif­reiða hafi tek­ist best í Dan­mörku á Norður­lönd­un­um. Nú sakaði pró­fess­or­inn mig um að leggja til „að ís­lensk­an yrði notuð op­in­ber­lega á óskamm­feil­inn hátt sem vopn í út­lend­inga­andúð“.“

Birgir ætlar ekki að láta þessa gagnrýni á sig fá.

„Ég mun að sjálf­sögðu áfram standa vörð um ís­lensk­una og læt ekki pró­fess­or­inn fyrr­ver­andi trufla mig í því, enda lít ég svo á að þetta sé ein af frum­skyld­um mín­um sem þing­manns. Fróðlegt verður að fylgj­ast með viðbrögðum pró­fess­ors­ins næst þegar ég legg orð í belg um varðstöðu fyr­ir okk­ar ein­staka og dýr­mæta tungu­mál. Það skyldi þó ekki vera að pró­fess­or­inn á eft­ir­laun­um uni því mis­jafn­lega að maður á öðrum væng hins póli­tíska lit­rófs en hann sjálf­ur skuli koma ís­lensk­unni til varn­ar og vilji veg henn­ar sem mest­an.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“