fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Próf í íslensku verði gert að skilyrði: Dæmi um 150 þúsund króna gjald frá Keflavík til Reykjavíkur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubílaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti fengið réttindi til leigubílaaksturs.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og þar er haft eftir Birgi að hann vonist eftir samstöðu þingmanna. Eins og greint hefur verið frá eru brotalamir í kerfinu og dæmi um að einstaklingar hafi náð svokölluðu harkaraprófi með því að svindla á prófinu.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í dag er bent á að gerð sé krafa um hreint sakavottorð til að fá réttindi til aksturs. Þannig þurfi að líða fimm ár frá minniháttar refsiverðu broti og tíu ár frá meiriháttar broti.

Kveðst Morgunblaðið hafa rætt við leigubílstjóra sem hafi velt fyrir sér hvaðan erlendir bílstjórar fái sakavottorð ef þeir hafa búið hér skemur en í fimm til tíu ár og hvort vottorðin séu sannreynd.

Morgunblaðið hefur fjallað mikið um málefni leigubílstjóra síðustu vikur og segir í umfjölluninni að margir hafi sett sig í samband og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Þeir rati illa og gjaldtakan sé oftar en ekki út úr öllu korti. Þannig hafi verið nefnt dæmi um 150 þúsund króna gjald á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Eldgosinu er lokið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi
Fréttir
Í gær
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“