fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Katrín segir Orkuveituna hafa sett afarkosti – Fólk á efri árum sem aldrei hefur lent í dómsmálum áður

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. mars 2024 13:30

Katrín segir fólkið hafa ræktað landið með miklum sóma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir segir Orkuveitu Reykjavíkur fara fram með offorsi gegn skjólstæðingum sínum, sem eru sumarhúsaeigendur í Heiðmörk. Krafist hefur verið útburðar og að hús verði rifin þrátt fyrir að þau hafi varðveislugildi.

„Furðulegheit helgarinnar hjá mér felast í því að hún fer að einhverju leyti í að undirbúa aðalmeðferð í útburðarmálum Orkuveitu Reykjavíkur gegn nokkrum sumarhúsaeigendum í Heiðmörk,“ segir Katrín í færslu á samfélagsmiðlum. Aðalmeðferð í málunum fer fram á mánudag.

Ræktuðu landið með miklum sóma

Katrín segir að skjólstæðingar hennar hafi fengið að leigja landið áratugum saman. Þau hafi ræktað landið og haldið því við með miklum sóma. Um er að ræða eina elstu sumarhúsabyggð landsins, sem tengist meðal annars hernámsárunum og áhrifum hernámsins.

„Við sem notum svæðið til útivistar þekkjum vel þessi fallegu hús sem sóma sér vel á svæðinu og eru í algjörri sátt við náttúruna og vatnsverndarsvæðið,“ segir Katrín.

Gjörningur Þórólfs

Allt hafi breyst þegar Þórólfur Árnason, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hafi gefið Orkuveitu Reykjavíkur landið. Það þrátt fyrir að hafa ekki fengið samþykki borgarráðs fyrir gjörningnum og þrátt fyrir að önnur sveitarfélög ættu hluta í Orkuveitunni. Skömmu eftir hinn vafasama gjörning hafi tónninn í leigusalanum breyst.

„Nokkrum árum eftir að hafa skikkað eigendur til að setja niður rándýrar rotþrær og selt þeim heimtaugar fyrir rafmagn tilkynnti Orkuveitan um að samningar skyldu ekki framlengdir meira og fólkið mætti hypja sig bótalaust með húsin af landinu eða skrifa undir samning um 10 ára áframhaldandi dvöl og svo væri allur þeirra réttur til veru niðurfallinn,“ segir Katrín. „Byggði þessi krafa á hinum forna leigusamningi sem hafði ákvæði um að ef leigu væri ekki framhaldið mætti krefjast þess að mannvirki yrðu fjarlægð.“

Fullvissað um að það mætti leigja

Þessa framkomu gat fólkið ekki sætt sig við. Þetta hafi ekki verið samningar heldur afarkostir sem Orkuveitan setti. Bendir Katrín á að sumir hafi margrætt við fulltrúa Orkuveitunnar á fyrri stigum þegar þau íhuguðu kaup á þessu svæði. Orkuveitan hafi fullvissað þau um að leigusambandinu yrði viðhaldið.

„Nú hefur Orkuveitan höfðað útburðarmál gegn sumu þessu fólki. Þetta gerði Orkuveita Reykjavíkur þrátt fyrir að Minjastofnun hefði óskað eftir rannsókn á svæðinu vegna sjónarmiða um menningararf. Margt er fólkið á efri árum og flest hefur aldrei lent í dómsmálum áður,“ segir Katrín.

Engin hætta

Á fimmtudaginn hafi borist bráðabirgðamat frá Borgarsögusafni um varðveislugildi húsanna. Ljóst sé að verndargildið sé mikið fyrir sögu og arf landsins.

Orkuveitan byggir sínar kröfur á því að um sé að ræða vatnsverndarsvæði. Katrín segir það hins vegar hafa verið hrakið.

„Raunar virðist Orkuveitan hafa fengið upplýsingar um mengun frá háspennu-möstrum á svæðinu en ekki brugðist við þeim upplýsingum með nokkrum hætti,“ segir Katrín. „Þó á að henda fólki bótalaust af landinu sem ekkert bendir til að mengi enda eru húsin neðst í vatnssvæðinu og á svæði sem er skilgreint með þeim hætti að húsin megi vera, rétt eins og stendur í aðalskipulagið og rétt eins og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur fallist á.“

Katrín segir það undarlegt að fyrirtæki eins og Orkuveitan, sem sé í 95 prósenta eigu borgarbúa, fari fram með slíkum hætti. „Fer sem fer en þetta finnst mér persónulega ekki vera réttlát framkvæmd,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“