fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þjófar stálu númeraplötum af þremur bílum sömu tegundar í Njarðvík – Málið á borði lögreglu

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. mars 2024 13:00

Bílarnir eru af gerðinni Kia Rio. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur bílnúmerum verið stolið af bílum í Innri Njarðvík. Athygli vekur að þjófarnir virðast leita í sömu tegund, Kia Rio. Lögreglan telur hugsanlegt að ætlunin sé að setja númerin á aðra bíla.

Nokkur umræða hefur verið um þetta á samfélagsmiðlum. Það er að um morguninn mánudagsins 4. mars hafi þrír eigendur Kia Rio bifreiða í Innri Njarðvík tekið eftir því að búið var að stela bílnúmerunum þeirra. Allir þrír bílarnir eru í eigu fólks sem býr við sömu götuna, Svölutjörn.

Þá eru einnig frásagnir fleiri íbúa á svæðinu af þjófnaði á bílnúmeraplötum. Ekki aðeins af Kia Rio bifreiðum.

Dæmi eru um að sumir íbúar hyggist taka númeraplöturnar af bílum sínum og geyma þær inni yfir nóttina. Einnig að fólk passi upp á að leggja bílum þar sem eftirlitsmyndavélar ná yfirsýn yfir þá.

Tvö mál á borði lögreglu

Kolbrún Ýr Jósefsdóttir, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að embættinu hafi borist tvær tilkynningar varðandi þjófnað af skráningarmerkjum bifreiða. „Í báðum tilfellum er um að ræða skráningarmerki af Kio Rio bifreið,“ segir hún.

Í ljósi þess að um er að ræða þjófnað bílnúmera af sömu tegund bíla hefur vaknað sá grunur hjá sumum að þjófarnir séu að leita sérstaklega eftir bílnúmerum af ákveðnum tegundum. Ætlunin sé þá að setja númerin á aðra, hugsanlega stolna bíla.

Kolbrún Ýr segir að það geti verið en þetta plott ætti ekki að ganga vel upp hjá þjófunum.

„Þegar skráningarmerki eru tilkynnt stolin eru þau skráð eftirlýst í okkar kerfum,“ segir hún. „Svo það ætti að vera erfitt að komast upp með það til lengdar að setja stolin skráningarmerki á aðra bifreið en það má vel vera að það sé tilgangurinn.“

Bílaskoðun og bensín

Ýmsar aðrar ástæður geta verið að baki, en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem bílnúmerum er stolið.

Fyrir um fimm árum síðan varaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að verið væri að stela bílnúmerum, í Vesturbænum og víðar. Sagði lögreglan algengt að fólk á óskoðuðum bílum næði sér í númer af skoðuðum. Sérstaklega bílum sem væru sjaldan hreyfðir. Eftir að nýtt kerfi bílaskoðunareftirlits tók gildi virkar þetta bragð hins vegar ekki.

Fyrir rúmum tíu árum síðan var bílnúmeraþjófnaður tilkynntur hjá Lögreglunni á Suðurlandi, það er á Hvolsvelli. Þá var ætlunin að svíkja út eldsneyti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg